Föstudagur, 30. nóvember 2007
Við BOSTON-menn þyrpumst út úr skápnum!!
Það hefur verið dimmt, kalt og loftlítið í skápnum sem við Boston menn höfum smám saman skriðið inn í síðan Larry Bird lagði skóna á hilluna á síðustu öld. Varla hefur verið óhætt einu sinni að opna á hann litla rifu því engin birta hefur verið fyrir utan til að hleypa inn. Það hefur því bara verið best að halda honum lokuðum.
Um þverbak keyrði í fyrra þegar þeir voru með lélegasta árangur sinn í sögu NBA!!
Óheppnin virtist ætla að halda áfram í nýliðavalinu, þrátt fyrir ágæta tölfræðilega möguleika á að fá að velja nr 1, fengum við að velja nr 5!!!
En viti menn, hvað gerist? Í kjölfarið eiga sér stað ýmis leikmannaskipti og allt í einu er Boston komið með alvöru lið, næstum því á einni nóttu!!
Og ekki nóg með stjörnurnar þrjár, heldur eigum við líka menn á bekknum sem kunna körfubolta!! Langt síðan það hefur gerst, eiginlega ekki síðan Joe Kleine, Greg Kite og félagar voru upp á sitt betsta.
Nú hef ég fundið gömlu Boston derhúfuna sem ég fékk 1989, dustaði rykið af BIRD-búningnum mínum, þvoði Boston-könnuna og setti Boston rúmfötin utan um sængina mína og kodda aftur!!
Ég er kominn út úr Boston-skápnum eins og margir, margir fleiri!!
Til hamingju með liðið kæru Boston-félagar.
Boston skellti New York með 45 stiga mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kalli minn þú fórst aldrei inn í þann skáp alla vega ekki svona heima við þar sem kaffið er drukkið úr Boston könnu og þú spókar þig um á Boston bol öll kvöld. Spurning hvort sigurinn fari hins vegar að gera þetta meira lokkandi ;)
Guðný Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 11:53
En daginn sem þau kaupir Boston rúmföt verður þú að fara að sofa einn góurinn
Guðný Jóhannesdóttir, 30.11.2007 kl. 11:54
Það hríslast um mann ljúf tilfinning á ný. Maður svífur vængjum þöndum. Þetta er sannkölluð frelsun. Kemur ekki á óvart að það skuli vera Kevin McHale sem reddaði þessu öllu saman fyrir okkur. Og hann er samt löngu hættur....
Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:24
Segðu Stefán Bogi og framsóknarliturinn á búningunum alltaf jafn hlýr og notalegur er það ekki!!??
Karl Jónsson, 30.11.2007 kl. 14:27
Ég hef nú bara aldrei farið inní skápinn. Hef því fengið nokkur skot á mig, en djöfull er ég sáttur með uppganginn í Boston í dag. Red Sox eru MLB meistarar, Patriots eru ósigrðir í NFL og Celtics gengur líka svona vel í NBA!
Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.