Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Útþynnt Laugardagslög - Hrúturinn Hreinn bjargar málunum
Í mínum huga hafa Laugardagslögin algjörlega misst flugið. Þættirnir eru langdregnir, lopinn teygður eins og víða hefur komið fram og maður missir einbeitinguna við að horfa á þáttinn. Mér finnst þetta konsept að blanda inn í þættina einhverju dægurmálaspjalli og viðtölum vera illa til fundið. Viðmælendur sitja í berstrípuðum stólum á stóru sviði, hljóðið er leiðinlegt og þetta missir einhvern veginn marks að mínu mati.
Ofan í kaupið virðist sem reglum sé breytt á meðan þáttaröðinni stendur og söngvarar óvart staddir í fríi þegar þeir eiga að vera syngja.
Mér finnst Gísli Einars vera sniðugur karl og skemmtilegur og án hans væru þessir þættir algjörlega glataðir.
En krakkarnir hafa gaman af þessu og við eigum okkar fjölskyldustund fyrir framan kassann.
En af hverju skyldi húsbóndinn þá láta sig hafa það að horfa á þetta?
Jú vegna þess að á meðan kosningin er í gangi kemur einn allra skemmtilegasti teiknimyndaþáttur sem ég hef bara séð í langan tíma; Hrúturinn Hreinn. Hann fjallar um kindur á sveitabæ, hundinn sem passar upp á þær og svínin hinum megin við girðinguna. Hundurinn er alveg sér á báti, hann merkir við í kladdann og stjórnar hjörðinni með flautu í munni. Yfirleitt gera kindur í mannanna heimum lítið annað en að borða og hvíla sig og borða svo aftur, en þarna taka rollurnar sér ýmislegt fyrir hendur. Kúnstin við að horfa á þetta er að setja þetta í samhengi við hinar litlausu kindur sem við sjáum á beit í sveitum landsins og reyna að ímynda sér að eitthvað svona fjör sé í gangi hjá þeim.
Þið getið m.a. séð Hrútinn Hrein og félaga hans spila fótbolta með því að smella hér.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér Kalli en veit ekki alveg samt hvaða flug þú ert að tala um því mér finnst þessir þættir aldrei hafa náð svo langt að lyfta sér nokkuð. Ég fatta ekki pólitíkina á bak við valið á lagahöfundum og þar sem þeir sem bestum árangri hafa náð upp á síðkastið á þessum vettvangi sitja heima, hlýtur að vera um einkavinavæðingu hins hallærislega æðstaráðs að ræða. En áhorf mitt á þessa þætti hefur einkennst af hlaupum að sjónvarpinu þegar innslag Tvíhöfðamanna kemur - held að það myndi þynnast heldur í áhorfendaskaranum ef þeirra nyti ekki við.
Og nú hefur þú Kalli minn gefið mér aðra ástæðu til að halda mig nálægt kassanum þegar þessi hörmung er á skjánum - Hrúturinn Hreinn. Takk fyrir það vinur minn
Sólmundur Friðriksson, 24.1.2008 kl. 09:04
Já ég get tekið undir það með þá Sigurjón og Jón Gnarr, þeir krydda þetta sannarlega. En Hrúturinn Hreinn er bara snilld, ég kemst seint yfir það. Kvenpeningurinn á heimilinu skilur hins vegar ekkert í því þegar við strákarnir veltumst um af hlátri og telja að maður þurfi líklega að hafa eitthvað utanáliggjandi til að skilja þennan húmor.
Karl Jónsson, 24.1.2008 kl. 09:16
Já, sko Kalli minn, þú byrjar að hlægja um leið og þulan segir Hrúturinn Hreinn og síðan hlærðu æ geðveikislegar eftir því sem líður á þáttinn. En það er gott að mínar uppáhalds skepnur geta glatt þig svona mæli með að við bara fáum okkur eitt stykki hrein og nokkrar hreinar með í garðinn
Guðný Jóhannesdóttir, 25.1.2008 kl. 09:26
Ég er óskaplega sammála ykkur körlunum. Geitin í síðasta þætti lyfti honum mikið ásamt því að Ragnhildur var klædd í stíl við geitina. Hún sagðist hafa klætt sig "sveitalega" og var því í ullarlufsu um herðarnar. Geitin og Gísli voru nú sveitalegri. Varðandi Hrein þá er hann flottur, eins og aðrir "Hreinar" sem við könnumst við. Kalli! áður en Guðný kaupir handa þér hrútlamb í afmælisgjöf þá vil ég benda á þessar upplýsingar: http://www.skagafjordur.is/upload/files/Útrýming%20fjárkláða%20í%20Húnavatns-%20og%20Skagafj.sýslu.pdf
Gunnar Bragi Sveinsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 17:28
Þakka hugulsemina Gunnar Bragi, en það er búið að bólusetja mig við þessu!!
Karl Jónsson, 27.1.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.