Hugrenningar andvaka húsbónda

Rokið var þvílíkt í nótt að húsbóndinn lá andvaka tímunum saman. Þegar maður býr í 100 ára húsi - sem reyndar er með efstu hæð síðan 1946 eða þar um bil, heyrir maður ýmis hljóð í vindhviðunum.

Þar sem maður liggur flötum beinum og hugurinn fer á fleygiferð, eru ýmsar hugsanir sem fljúga í gegn. Hér kemur brot af því besta:

"....djöfulsins rok er þetta, ekki hægt að sofa í þessu helvíti!"

"....hvaða hljóð er þetta? Er klæðningin að flettast utan af húsinu?"

"....ætli efsta hæðin geti nokkuð fokið af í heilu lagi?" -
er úr timbri ofan á steinhlaðið hús.

"....eru þakplöturnar að losna?"

"....ætli ég hafi fergt lokið á heita pottinum nægilega vel? Ætli það sé að fjúka af?" -
Fór og gáði og auðvitað var allt í lagi.

Svona var nóttin hjá mér þangað til ég náði að sofna, en þá fór ég víst að hrjóta og hélt vöku fyrir konunni!!

Lífið er ekkert einfalt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband