Íslenskt dagskrárgerðarvor

Það er ekki oft sem maður minnist þess í gegn um tíðina að hafa beðið spenntur eftir að íslenskir framhaldsþættir byrjuðu í sjónvarpinu á kvöldin. Ég man þó eftir Heilsubælinu hér í denn og nú er svo komið að með Næturvaktinni í fyrra og Pressu nú,  er poppað og hátíð í bæ.

Þekking og kunnátta dagskrárgerðarfólks hefur tekið miklum framförum síðustu árin og þessir þættir eru orðnir miklu meira professional en þeir voru áður. Klippingar, lýsing og myndataka eru til fyrirmyndar.

Stærstu breytingarnar eru líklega samt þær að handritin eru orðin betri og leikurinn hefur stórlagast sem gerir það að verkum að karakterarnir verða miklu trúverðugri.

Pressa er einhver besti íslenski framhaldsþáttur sem ég hef séð. Nú er komið að síðasta þætti Pressu og söguþráðurinn hefur verið meistaralega fléttaður og þó vissulega ýmis kurl séu að koma til grafar vantar ennþá endahnútinn á þetta mál.

Ef þetta er það sem koma skal, þurfum við ekki að kvíða fyrir innlendri framhaldsþáttagerð fyrir sjónvarp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Þú gleymir hljóðinu en það var oft á tíðum ansi dapurt á kvikmyndagerðarvorinu svonefnda. Nú heyrir maður yfirleitt það sem að fólk er að láta frá sér.

Sigurður Árnason, 29.1.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband