Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Íslenskt dagskrárgerðarvor
Það er ekki oft sem maður minnist þess í gegn um tíðina að hafa beðið spenntur eftir að íslenskir framhaldsþættir byrjuðu í sjónvarpinu á kvöldin. Ég man þó eftir Heilsubælinu hér í denn og nú er svo komið að með Næturvaktinni í fyrra og Pressu nú, er poppað og hátíð í bæ.
Þekking og kunnátta dagskrárgerðarfólks hefur tekið miklum framförum síðustu árin og þessir þættir eru orðnir miklu meira professional en þeir voru áður. Klippingar, lýsing og myndataka eru til fyrirmyndar.
Stærstu breytingarnar eru líklega samt þær að handritin eru orðin betri og leikurinn hefur stórlagast sem gerir það að verkum að karakterarnir verða miklu trúverðugri.
Pressa er einhver besti íslenski framhaldsþáttur sem ég hef séð. Nú er komið að síðasta þætti Pressu og söguþráðurinn hefur verið meistaralega fléttaður og þó vissulega ýmis kurl séu að koma til grafar vantar ennþá endahnútinn á þetta mál.
Ef þetta er það sem koma skal, þurfum við ekki að kvíða fyrir innlendri framhaldsþáttagerð fyrir sjónvarp.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gleymir hljóðinu en það var oft á tíðum ansi dapurt á kvikmyndagerðarvorinu svonefnda. Nú heyrir maður yfirleitt það sem að fólk er að láta frá sér.
Sigurður Árnason, 29.1.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.