Gott framtak hjá Bubba

Bubbi Morthens hefur enn einu sinni stigið fram til varnar minnihlutahópi í þjóðfélaginu. Honum er farið að ofbjóða rasisminn sem virðist almennt vera að ná fótfestu í íslensku samfélagi. Hann ætlar að halda tónleika til að vekja athygli á þessari samfélagsmeinsemd og berjast gegn henni.

Manni er sjálfum eiginlega alveg farið að ofbjóða. "Félag gegn Pólverjum!!!"?? Hvað á það að þýða? Þetta er bara fólk eins og við. Að halda því fram að þetta fólk sé að koma til landsins til að "taka" af okkur vinnuna er mikill misskilningur. Við VILJUM EKKI vinna þá vinnu sem þeir koma til að vinna. Svo einfalt er það.

Heyrði í einhverju strákgreyi á Bylgjunni í gærmorgun, hann sagðist vera verkamaður og krakkar væru farnir að uppnefna hann "Pólverja". Þetta fannst honum alveg svakalegt og beindi reiði sinni að þessu erlenda vinnuafli, en ekki að íslensku samfélagi sem hefur alið þetta upp í krökkunum sem voru að uppnefna hann. Ætli hann vildi ekki sjálfur geta farið á milli landa til að vinna sem frjáls maður og geta gert það án þess að mæta þar fordómum?

Fólk verður líka að gera stóran greinarmun á þeim útlendingum sem koma hingað gagngert til að stunda glæpsamlega iðju og þeim sem koma hingað til að vinna. Við viljum að sjálfsögðu ekki erlenda glæpamenn frekar en íslenska, en stærstur hlutinn af því fólki sem kemur hingað til lands til að vinna er að gera það á sínum forsendum og gengur í störf sem við viljum ekki vinna.

Ég held að við ættum frekar að þakka þeim fyrir að vilja vinna fiskinn okkar, því okkur er sú vinna ekki bjóðandi í dag af einhverjum ástæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Flott hjá Bubba!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.2.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband