Óþolandi að vita ekki hverjum er hægt að trúa og treysta!!

Staðan í blessuðum efnahagsmálunum er slík í dag að allir þeir aðilar sem koma að þeim málum, tala út og suður um lausnir og leiðir út úr þessum vanda. Stjórnvöld eru háð pólitískum skoðunum og álitaefnum og bankar eru háðir eigin hagsmunum. Mitt á milli þarna stöndum við pöpullinn og vitum vart í hvorn betri fótinn við eigum að stíga.

Fréttir bárust af því að Seðlabankinn ætlaði að liðka til fyrir innstreymi gjaldeyris en svo segir stjórinn sjálfur að bankarnir standi það vel að þeir eigi að geta séð um sig sjálfir.

Davíð með sínum leiftirsnöggu hreyfingum reynir að hræða líftóruna úr almenningi með því að koma með eina svörtustu dómsdagsspá sem ég hef séð um húsnæðismarkaðinn. Greiningardeildir bankanna eru hróplega ósammála, ASÍ er ósammála og pólitíkusar reyna að tala þessa spá niður. Eftir situr almenningur og horfir á Seðlabankann tala eignir þeirra niður. Hvað með þá sem tóku 100% lán fyrir eignum fyrir nokkrum árum. Menn skulda þá miklu meira en þeir eiga á móti.

Samtök atvinnulífsins eru að skoða það í fullri alvöru að taka einhliða upp Evrutengd viðskipti innan sinna raða og eins og ég skil það verður þá til annað peningakerfi. Við þurfum þá hugsanlega að eiga bæði krónur og evrur til að geta stundað einfalda verslun og viðskipti.

Í alvöru gott fólk, þetta er komið út í algjörar öfgar. Það eru allir að róa í sína áttina, þessir aðilar sem eiga að vinna saman að því að koma okkur út úr þessum vandræðum. Evran var komin niður fyrir 113 krónur rétt um daginn, en í dag er hún aftur á uppleið og komin upp í 116 krónur.

Hverjum á maður að trúa og treysta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Þessi lækkun á fasteignamarkaði verður ekki nema komi til lækkun á ráðstöfunartekjum fólks eða umtalsvert atvinnuleysi. Þetta ástand myndi leiða af sér að einhver hópur fólks myndi þurfa að selja eignir sínar eða þær yrðu seldar undan þeim sem aftur leiðir til offramboðs og lækkunar fasteignaverðs. Á meðan að fólk hefur vinnu og nokkrun veginn þær tekjur sem það hefur í dag og getur greitt afborganir af áhvílandi lánum mun þetta ástand ekki skapast.

Ég giska á að fasteignaverð í krónutölu muni haldast nokkurn veginn óbreytt en það leiðir hins vegar til lækkunar að raunvirði vegna verðbólgunnar.

Sigurður Árnason, 11.4.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband