Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Merkilegt með mótmælendur....
........ þeir verða alltaf jafn hissa á því þegar lögreglan tekur á þeim og leyfir þeim ekki að komast upp með að brjóta lögin. Þá er lögreglan sökuð um valdníðslu og að beita óþarfa hörku.
Lögreglan er til þess að halda uppi lögum og reglu í landinu. Ef einhver brýtur lög kemur til kasta hennar. Ef ekki gengur að tala um fyrir fólki, þarf að grípa til harðari aðgerða, þetta vita allir og þessir mótmælendur líka.
Trikkið hjá þeim er að ögra lögrelgunni fram í lengstu lög, bíða eftir því að harka færist í leikinn og væla svo sem fórnarlömb í fjölmiðlum. Ekki fá þeir samúð hjá mér í það minnsta og mér finnst lögreglan hafa sýnt af sér mikla þolinmæði í þessum mótmælum bílstjóra undanfarnar vikur.
Ég hef samúð með málstað þeirra, en saklausir borgarar verða fyrir barðinu á þeim. Það getur ekki gengið til lengdar. Þó ég skilji málstað þeirra, finnst mér mótmæli þeirra vera komin langt út yfir velsæmismörk og því miður fellur málstaðurinn algjörlega í skuggann af aðgerðunum þegar svona er komið.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.