Þar kom að því......

Jæja, nú hefur Magnús Þór og félagar hans í Frjálslyndaflokknum opnað á umræðu sem ég hélt satt að segja að enginn myndi þora að efna til í fyrsta lagi og í öðru lagi að varla væri orðið tímabært að taka hana upp. Það eru gríðarsterk viðbrögð í þjóðfélaginu vegna þessa og ég er farinn að hallast að því að þetta verði eitt helsta kosningamál næstu kosninga.

Þrátt fyrir að frjálslyndi flokkurinn hafi slegið ýmsa varnagla í upphafi, varað fólk við að kenna þá við rasisma og að vera á móti útlendingum hefur það samt gerst. Og við hverju er að búast þegar svo eldfimu máli er kastað inn í umræðuna? Á sama tíma og frjálslyndir segja að með hrópi þessa hluti gegn þeim í pólitískum tilgangi, get ég ekki séð annað en tilgangurinn sé sá sami hjá þeim. Það hefur sýnt sig annarsstaðar í Evrópu að þeir flokkar sem opnað hafa á þessa umræðu og skilgreint sig sem þjóðernisflokka, hafa átt talsverðu fylgi að fagna. Þá gjarnan opnast kýli í þjóðfélagsumræðunni og upp sprettur fólk sem ekki hefur borið þessar skoðanir sínar á torg.

Upphafið af þessari umræðu kann að vera hluti af málatilbúnaði flokksins og undirbúningi fyrir næstu kosningar. Þeir hafa ekki mikið fylgi, umræðan um kvótann er orðinn þreytt og hundleiðinleg og ólíklegt að aðrar kosningar í röð takist að gera það að einhverju kosningamáli. Þeir þurfa því að hugsa tilgang sinn upp á nýtt til að forðast tilvistarkreppu og afhroð í kosningum.

Ég persónulega hef engar sérstakar áhyggjur af þessari þróun mála. Hins vegar þurfum við að gera okkar samfélag þannig úr garði að þeir sem hingað komi og vilji setjast hér að, fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að geta á sem skemmstum tíma orðið að nytsömum þjóðfélagsþegnum. Ég segi að við eigum að setja íslenskukennslu á oddinn. Ríkið á að greiða fyrir íslenskukennslu útlendinga. Það hlýtur að vera samfélaginu hagstætt að allir tali tungumálið og nýbúar hljóta að komast fyrr inn í samfélagið ef þeir tala málið. Hvort að það eigi hins vegar að vera einhver forsenda fyrir íslenskum ríkisborgararétti, skal ég ekki segja.

En umræðan er hafin, ég óttast að miklar öfgar verði í henni og ég sé það alveg fyrir mér á þessari stundu að þetta verði eitt af stærstu kosningamálunum næsta vor.

Hilsen,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband