Hegšun knattspyrnužjįlfara veldur įhyggjum

Ég heyri marga tala um žaš žessa dagana hvaš sé aš gerast mešal knattspyrnužjįlfara. Flestir muna eftir upphlaupinu ķ kring um Gušjón Žóršarson um daginn sem varš til žess aš hann var dęmdur ķ leikbann og svo ķ gęr var Leifur Garšarson rekinn af varamannabekk Fylkis.

Bįšir žjįlfararnir eru mjög óįnęgšir meš dómgęsluna ķ deildinni og finnst į sér brotiš hvaš eftir annaš og sķnu liši.

Er žaš tilfelliš aš žessir tveir žjįlfarar séu ķ sérstakri mešferš? Eša missa menn sig žegar illa gengur? Žeir hafa alla vega ekki vķlaš fyrir sér aš gagnrżna KSĶ batterķiš.

Menn eiga miserfitt meš aš hafa stjórn į skapi sķnu, žaš er svo sem vitaš. En į žessi gagnrżni žeirra viš rök aš styšjast?

En žegar menn falsa leikskżrslur er žaš einlęgur brotavilji viškomandi žjįlfara og fyrir žaš ber aš refsa grimmilega. Žetta geršist hjį 2. flokki kvennališs ĶA, žegar ólöglegur leikmašur lįtinn spila, en aš mér skilst undir öšru nafni. Ótrślegt aš menn skuli falla ķ žann fśla pytt aš falsa skżrslu įriš 2008. En ég er į bįšum įttum um refsingu leikmannsins. Hśn ętti vissulega aš hafa gert sér grein fyrir žvķ aš žetta var ólöglegt, en engu aš sķšur gera allir góšir leikmenn žaš sem žjįlfarinn segir žeim aš gera. Og hafi žjįlfarinn beitt hana žrżstingi er staša hennar erfiš.

Žaš er svo sem sama ķ hvaša ķžróttagrein žaš er, aš žaš er alltaf leišinlegt žegar dómgęslan veršur ašalatrišiš en ekki leikurinn sjįlfur. Ég žekki žaš į mķnum žjįlfaraferli aš žegar lišinu sem mašur žjįlfar gengur illa, er oft aušveldara aš kenna einhverjum öšrum um ķ staš žess aš lķta ķ eigin barm.

En alla vega, žetta er ekki skemmtilegt fyrir ķžróttina.


mbl.is Leifur ósįttur viš rauša spjaldiš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband