Föstudagur, 13. júní 2008
106 leikir á 7 og hálfum mánuði!!
Já það fór eins og ég spáði að Celtics tækju einn leik í LA. Ég er hins vegar ekki viss um að þeir klári seríuna þar, enda miklu skemmtilegra að vinna titilinn á heimavelli. Hins vegar þegar staðan er orðin þessi gæti það orðið hættulegt að tapa fimmta leiknum og fara með stöðuna 3-2 aftur heim til Boston. Menn eru því ekkert að leika sér að þessu.
Ég spáði þessu einvígi 4-2, hvort það var af tillitssemi við Lakers aðdáendur þori ég ekki að fullyrða, en ég held mig við þá spá.
Þetta tímabil er draumur í dós fyrir okkur Boston aðdáendur. Ég átti satt best að segja ekki von á því að það tækist að slípa liðið saman á þessu tímabili en Doc Rivers hefur sýnt snilli sína sem þjálfari, það er ekki spurning. Það eru að mínu mati þrjú atriði sem skipta gríðarlegu máli í árangri vetrarins:
- Stjörnurnar þrjár sem leika með Boston eru með höfuðið rétt skrúfað á hausinn. Þeir gera sér grein fyrir því að ef þeir ætla að ná árangri, verða þeir að vinna saman og í þeirra huga skiptir ekki máli hver þeirra skorar mest, aðeins sú staðreynd að liðið vinni.
- Það liggur ekki fyrir öllum þjálfurum að stjórna liði með þremur ofurstjörnum. Flestir eiga í hinu mesta basli með að stjórna liði með tveimur ofurstjörnum. Við munum nú bara að þegar Antoine Walker og Paul Pierce voru helstu vonarstjörnur Celtics, voru leikirnir oft eins og skotkeppni á milli þeirra. Vandi þjálfara í þessari stöðu er að búa öllum hlutverk sem þeir sætta sig við og er í leiðinni árangursvænt fyrir liðið. Þeir Pierce, Garnett og Allen hafa sýnt frábæra samvinnu og meðtekið sín hlutverk af heilindum. Ég held því reyndar fram að síðan þríeykið ógurlega; Bird, McHale og Parish voru á gólfinu í gamla Boston garðinum, sé saga þeirra svo sterk í herbúðum liðsins að nútíma stórstjörnur eins og þríeykið í dag, geta ekki annað og vilja ekki annað en starfa í þeim anda sem þeir gömlu skópu. Doc Rivers hefur búið til umhverfi þar sem allar þessar stjörnur geta fundið eitthvað við sitt hæfi og fyrir það fær hann stórt og mikið hrós.
- Í þriðja lagi vil ég nefna framlag varamannabekksins. Mér er það til efs að Boston hafi haft eins sterkan bekk og þeir hafa nú. Posey, House, Powe, Glen Davis, Tony Allen og nú síðar gömlu kempurnar PJ Brown - sem reyndist ansi stórt tromp og Sam Cassell, hafa stutt þríeykið með frábæru framlagi af bekknum og tryggt að þó þeir hvíli lúin bein, heldur liðið sjó og það er ákaflega dýrmætt.
Ég gæti bent á hlut Rajon Rondo sem ekkert allt of margir vissu hver var fyrir tímabilið, en hann hefur sannarlega komið sterkur inn í leikstjórnandastöðuna og jafnvel tekið yfir leiki þegar svo ber undir og hann er sannarlega maður framtíðarinnar.
Mig langar að benda á það í lokin að Boston hefur þegar spilað 106 leiki síðan deildin hófst 2. nóvember eða á 7 og hálfum mánuði, ca 225 dögum, sem þýðir 14 leikir að meðaltali í mánuði eða lækur nær annan hvern dag. Það er rosalegt álag.
4-2 og ég mæti í vinnuna í Bird-treyjunni minni!!
Frækinn sigur Boston í Staples Center | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með hinn írska Scalabrini? Þú gleymir frænda okkar Íslendinga, allavega frænda Gústa Kára.
Rúnar Birgir Gíslason, 14.6.2008 kl. 09:37
Já rauðhærðu riddararnir eiga skilið að minnst sé aðeins á þá. Scalabrine er kannski aðeins betri en Gústi í körfubolta, en ég er viss um að það er miklu skemmtilegra að sötra öl með Gústan en honum!!
Karl Jónsson, 15.6.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.