Þriðjudagur, 17. júní 2008
Þannig fór um sjóferð þá
Því miður tókst ekki að bjarga bjarndýrinu úti á Skaga þrátt fyrir mikinn viðbúnað. Menn náðu ekki að komast nógu nálægt dýrinu til að tryggja að svæfing tækist og styggð kom að því. Það tók á rás í átt að hafi og þá var leikurinn í raun búinn.
Þó svona bessevisserar eins og Magnús Þór Hafsteinsson viti allt betur og kunni allt betur en aðrir, þá hefði verið óráð að missa dýrið í hafið því hvar hefði það komið að landi næst?
Eftir rannsóknir á birnunni kom síðan í ljós að hún var mjög veikburða og særð og efuðust menn um að hún hefði hreinlega lifað svæfinguna af og hvað þá flutningana sem fyrirhugaðir voru.
En nú bara gengur ekki annað en að umhverfisráðuneytið og stofnanir þess fari af alvöru að huga að leiðum til að bregðast við þegar bjarndýr koma á land. Sérfræðingar sem hafa tjáð sig um þessi mál segja að þetta geti alveg aukist og ef við horfum fram á það að 2-4 bjarndýr taki land hér á ári, verður eitthvað að gera.
Ég styð það heilshugar að reynt sé að bjarga þessum dýrum sem sögð eru í útrýmingarhættu. En það gengur ekki að það þurfi að kosta til tugi milljóna í hvert einasta skipti.
Hver ætlar að bera kostnaðinn af þessari aðgerð? Björgúlfur eftir allt saman? Ég vona að hann sé maður að meiru og klári þann pakka þó ekki hafi tekist betur til en raun bar vitni.
Það þarf að staðsetja búr, vopn og lyf hér á staðnum, eða í næsta nágrenni - t.d. á Hafíssetrinu á Blönduósi, þjálfa upp mannskap til að höndla þetta (alla vega hefur dýralæknirinn á Blönduósi haft uppi stór orð í þessu ferli öllu) svo við getum tekið á móti þessum kvikindum á réttan hátt og gert heiðarlega tilraun til að skila þeim aftur til síns heima.
En nú fer lífið allt í sinn vanagang, spúsa mín komin heim örþreytt og sofnuð eftir erfiðan einn og hálfan sólarhring á bjarnarslóðum. Ekki laust við að karlinn hennar sé stoltur af henni eftir framgönguna í þessu máli og sér í lagi á Bylgjunni í eftirmiðdaginn. Ég verð að bæta því við að ég varð hálf dapur yfir þessum tíðindum að menn hafi þurft að fella björninn. Maður tók þetta einhvern veginn pínulítið inn á sig, þarna var kvikindi fjarri heimahögum og allt gert til að reyna að koma því heim aftur. Síðan kemur í ljós að dýrið var illa á sig komið og hafði trúlega verið lengi á sundi og því aðframkomið þegar það náði landi. Það hefðu því verið kjörin örlög fyrir það að komast heim aftur.
En þriðji björninn á eftir að koma, sbr. draumfarir Sævars á Hamri. Spennandi? Veit ekki, er þetta ekki orðið bara gott.
Vinna á morgun - Boston verða kannski orðnir NBA meistarar þegar ég vakna í fyrramálið, en því miður og ég játa það hér og nú, hef ég ekki orku í að vaka og horfa á leikinn. Mikið að gera í vinnunni og ég þarf að halda fullri einbeitingu. Heiti því þó að mæta í Boston-treyjunni minni í vinnuna verði þetta að veruleika.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.