Bessevissarar út um allt!

Skondið að lesa og hlusta á viðbrögð hinna ýmsu bessevissara um ísbjarnardrápið í gær. Magnús Þór Hafsteinsson yfir bessevisser er þar fremstur í flokki. Hann hefði nú gert þetta öðruvísi og kann allt miklu betur en allir aðrir. Svo tekst honum á ótrúlegan hátt að reyna að gera þetta að pólitísku máli.

Heyrði í einni mannvitsbrekku á Bylgjunni í morgun. Hann sagðist vera veiðimaður og alvöru veiðimenn nálguðust ekki bráðina á bílum, heldur reyndu þeir að læðast að henni. Þessi ágæti "veiðimaður" hefur líklega ekki staðið í því að veiða ísbirni. Hann hefði samt verið tilbúinn í að fórna sér í að læðast að skepnunni og skjóta hana deyfiskotinu. Æskileg fjarlægð 30-40 metrar. Hann hlýtur þá að eiga heimsmetið í 100 metra hlaupi...... Að vera í bílunum var fyrst og fremst ráðstöfun til að verja mannfólkið, en sumum sem tjáð hafa sig um þessi mál, finnst það kannski ekki skipta miklu máli.

Þessi ágæti veiðimaður skildi ekkert í því af hverju menn notuðu ekki þyrlu til að skjóta dýrið eins og þeir gera í ÁSTRALÍU!! Já það er nú aldeilis skrýtið. Maður hefur séð myndir af því þegar menn eru að skjóta og deyfa dýr úr þyrlum, en mínar minningar af slíkum vettvangi eru einhverjar sléttur þar sem dýrin taka á rás undan þyrlunni. Ef ísbjörninn fældist vegna bílanna sem löturhægt reyndu að komast nær, hefði það nú trúlega fælst og það ennþá meira ef menn hefðu elt það á þyrlu.

Ég frábið mér svona bessevissera. Ég frábið mér þá aðila sem reynt hafa undanfarnar tvær vikur að skíta lögreglumenn, byssumenn og aðra þá sem hafa komið að málum út og dæma þá sem blóðþyrsta morðingja og menn með greindarskort.

Lítið ykkur nær, þið voruð á hvorugum staðnum og gátuð með engu móti gert ykkur í hugarlund hvað gekk á þarna.

 


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð!

Sigríður (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:06

2 identicon

Ég hreinlega gæti ekki verið meira sammála þér!

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:47

3 identicon

Heyrheyr! Alveg sammála :-) Soldill keikóbragur af því að ætla að senda dýrin heim - sem var náttla algjört klúður! Allt í lagi að vera dýravinur en óþarfi að snúa því upp í kjánaskap.

Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Hammurabi

Vel sagt, skrifa undir ofangreint.

Hammurabi, 18.6.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband