Fimmtudagur, 19. júní 2008
Viltu læra að þurfa aðeins einn bensín-/olíutank á mánuði?
Nú berast fréttir af því að fólk sé að sligast undan ferðakostnaði frá úthverfum höfuðborgarsvæðisins (Árborgarsvæðinu sem dæmi). Fólk sem sá sér hag í því að flytja út fyrir borgina í ódýrara húsnæði og barnvænna umhverfi sér nú þann hag brenna upp í þessum gríðarlegu miklu verðhækkunum á olíu.
Hvað er til ráða?
Jú, flytja út á land, flytja í Skagafjörð.
Ég þekki það sjálfur eftir að hafa búið í Reykjavík í tvö ár að þar þurfti ég fjóra tanka af bensíni á mánuði, bara til að komast í vinnuna, aukavinnuna, versla og snattast það helsta. Hér á Krók þarf ég aðeins einn tank á mánuði fyrir það sama.
Hver er sparnaðurinn á ári?
Segjum að það kosti 8000 kall að fylla venjulegan fjölskyldubíl af bensíni. Í Reykjavík eyði ég þá 32 þúsundum á mánuði í bensín og 384 þúsund á ári. Hér þarf ég að eyða 8000 á mánuði í bensín eða 96 þúsund á ári og sparnaðurinn er 288 þúsund, eða sólarlandaferð fyrir fjölskylduna!!
Hér getur þú líka lagt bílnum heilu og hálfu dagana og labbað í vinnuna!! Hér þarf ekki að skutla krökkum allan daginn í hitt og þetta sem þau taka sér fyrir hendur. Hér er skólastrætó sem keyrir krakkana í og úr skóla.
Byrjaðu á því að ræða við þína yfirmenn hvort þeir væru tilbúnir að leyfa þér að flytja starfið þitt norður á Krók. Ef þeir eru tilbúnir í það, hafðu þá samband við mig og ég skal hjálpa þér að finna heppilega vinnuaðstöðu. Hér höfum við ljósleiðaratengingar á milli allra helstu fyrirtækjanna og nú stendur yfir verkefni Gagnaveitu Skagafjarðar sem er að ljósleiðaravæða öll heimili á Króknum.
Hér eru flugsamgöngur við Reykjavík. Þar af tvo daga í viku flug fram og til baka. Þú gætir því skroppið vikulega eða hálfsmánaðarlega á þinn vinnustaði í Reykjavík og hitt þar kúnna og samstarfsfólk og verið kominn í kvöldmat aftur heima hjá þér.
Héðan ertu 3.5 tíma til Reykjavíkur og rétt rúman klukkutíma til Akureyrar.
Hér er rekin góð heilsugæsla, hingað koma sérfræðingar með reglulegu millibili, hér eru góðir grunnskólar, hér á að fara að auka leikskólapláss, hér er öflugt íþrótta- og félagslíf, hér þrífst öll sú þjónusta sem nauðsynleg er, hér er fjölbreytt atvinnulíf og vöntun á starfsfólki, hér á að fara að byggja upp koltrefjaverksmiðju og tilraunir standa yfir á framleiðslu basalttrefja, hér höfum við glæsilega stórverslun í Skagfirðingabúð og góða hverfisverslun að auki og svona mætti lengi telja.
Einn af stóru kostunum er síðan sá að hér er mjög barnvænt samfélag og mikil náttúrufegurð.
Hér getur þú fengið 150 m2 einbýlishús með bílskúr á 27 milljónir, bara sem dæmi.
Reiknaðu dæmið til enda!!
Sveiflur á gengi krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bý nú bara í Hafnarfirði og fer með einn tank á mánuði
Fólk er nú líka að skutlast fíflalega mikið í bænum. Krakkar geta vel gengið á æfingar og það er hægt að nýta ferðir betur. Svo er einnig til farartækið strætó sem hægt er að taka í vinnuna, þó vantar stórlega að gera sérakreinar fyrir strætó svo hann gangi betur.
Jenni (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.