Góður í staðinn fyrir Dribbler McNoscore

Fari svo að Dribbler McNoscore, eða Alexander Hleb, yfirgefi herbúðirnar, tel ég að þarna sé kominn góður staðgengill. Hann fittar vel í það mót sem Wenger hefur skapað fyrir unga og efnilega leikmenn, mitt helsta áhyggjuefni er kannski það að hann sé of þekktur af hæfileikum sínum!!

Svo er það spurningin með varnarmann, ég veit það svei mér ekki, Senderos hlýtur að gyrða sig í brók eftir reynsluna síðasta tímabil og hreint ágætt mót með Svissurunum á EM. Þannig að ég held að hann ætti að pluma sig áfram sem back up spilari fyrir Toure og Gallas.

Gallas er helsta spurningamerkið finnst mér. Menn efast um leiðtogahæfileika hans, en ekkert hefur verið gefið út um það hvort honum verði skipt út sem fyrirliða eða ekki, þó vissulega margt hafi verið ritað og rætt um það.

Ég er á því að Fabregas eigi að taka við fyrirliðabandinu því ég hef þá trú að hann standi undir þeirri ábyrgð og vaxi hugsanlega á vellinum fyrir vikið.

En við sjáum hvað setur, ef Wenger nær í Arshavin, sem ég tel litlar líkur á vegna verðmiðans sem settur verður á hann og samlanda hans hjá Chelski, er sóknarlínan orðin svakaleg.

En Adebayor til AC Milan eða Barcelona? Held ekki.................


mbl.is Nasri búinn að semja við Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband