Flytjið á Krókinn/Skagafjörð!!

......þar sem bíllinn þarf ekki að hreyfast langtímum saman og þú hefur nærri 300 þúsundum meira yfir árið í ráðstöfunartekjur ef þú átt venjulegan fólksbíl.

......þar sem stór einbýlishús með bílskúr kosta innan við 30 milljónir.

......þar sem þú þarft ekki að eyða 1-2 tímum í bílnum þínum á dag.

......þar sem engin umferðarljós trufla mann í ferðum innanbæjar.

......þar sem hægt er að byggja upp starfsstöðvar og taka starfið með sér, ef um þannig starf er að ræða.

......þar sem börnin geta gengið frjáls og óháð um sitt umhverfi án þess að foreldrarnir þurfi að hafa áhyggjur.

......þar sem falleg náttúra er í göngufæri og fjölmargar fallegar gönguleiðir.

......þar sem hægt er að veiða silung í fjörunni og dorga á bryggjunni.

......þar sem finna má folöld og lömb á vorin í göngufæri.

......þar sem Reykjavík er aðeins í 3.5 tíma akstursfæri og Akureyri í klukkutíma fjarlægð.

......þar sem fjölmargir útivistarstaðir eru innan við klukkutíma í burtu.

......þar sem íþróttaaðstaða er mjög glæsileg og starfsemi íþróttafélaga í blóma.

......þar sem menningarstarfsemi er mikil.

......þar sem ljósleiðari verður kominn inn á öll heimili innan tveggja ára og háhraðanet komið í dreifbýli.

......þar sem atvinnulíf er fjölbreytt og byggist ekki á einni ákveðinni atvinnugrein.

......þar sem fjármagn verður til og er varið í ýmis samfélagsleg verkefni.

......þar sem koltrefjaverksmiðja mun rísa innan fárra ára sem skapar allt að 50-60 manns atvinnu.

......þar sem Nýsköpunarmiðstöð mun senn opna starfsstöð.

......þar sem Skýrr er með öfluga starfsstöð og leitar stöðugt að fleira starfsfólki.

......þar sem öll skólastig má finna frá leikskóla til háskóla.

.......þar sem Árskóli kom best út í Pisa-könnuninni af öllum skólum á landinu.

......þar sem finna má hesta út um allt.

......þar sem eyjarnar setja sterkan svip á útsýnið.

......þar sem góða heilbrigðisstofnun má finna með fullkominni heilsugæslu og endurhæfingarprógrammi á landsmælikvarða.

......þar sem heitt vatn er nýtt til að auka lífsgæði íbúa.

og

......þar sem ísbirnir koma stundum á land og krydda tilveru okkar.

Einhverju er ég að gleyma, en lífsgæðin hér eru mikil, umhverfið barnvænt og fjölbreytt mannlíf og það allt hjálpar til að gera bæinn minn að yndislegum griðarstað fjölskyldunnar.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Þú gleymir einu, þar sem annar hver maður er Framsóknarmaður.

365, 1.7.2008 kl. 15:14

2 identicon

Ekki annar hvor maður 365, fjarri því,  þeim fækkar á Skagakróki eins og annarsstaðar, til allrar Guðs lukku. Karl Jónsson er allavega ekki framsóknarmaður, mér skilst að heimamenn kalli hann blátt áfram Kalla krata og þá vita allir hvern er átt við!

Bóbó (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 15:35

3 identicon

Voðalega hljómar þetta vel hjá þér, en segðu mér, er eitthvað að gera þarna fyrir rannsóknarstofulíffræðinga?

HL (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Karl Jónsson

Jú Bóbó, kratanafnið þekkja allir hér á Krók.

HL, hér er rekin rannsóknarstarfsemi í Verinu vísindagörðum, hér er ORF líftækni að vinna að próteikverkefnum og verið að byggja rannsóknarstarfsemina þar. Hvet þig til að hafa samband þangað og kanna hvort að pláss væri fyrir rannsóknarstofulíffræðing.

Karl Jónsson, 1.7.2008 kl. 17:38

5 identicon

Þetta er greinilega eitthvað sem kæmi vel til greina, takk fyrir að skrifa svona um Krókinn og upplýsingarnar, því annars hefði ég aldrei látið mér detta hann í hug sem möguleika í búsetumálum

HL (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 20:42

6 identicon

Þetta hljómar bara vel hjá þér, kannski maður taki upp pokann sinn og keyri á Krókinn.

Stefán Smári (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:08

7 identicon

Sælir Kalli

Frábær listi hjá þér og hverju orði sannari, fátt sem vantar, og þó, Skagafjörður hefur að geyma besta karlakór í heimi og flottustu söngbræður sem fyrir finnast, þú veist hverjir, að ógleymdum frændunum, Geirmundi og Jolla, og svo skilst mér á Erni Sölva að golfvöllurinn við Hlíðarenda sé orðinn með þeim betri á landinu. Er karlinn sá þá búinn að trítla á helstu völlum landsins í sumar á Kaupþingsmótaröðinni.

Það styttist í að maður snúi til baka, amk fyrir elliárin... :-)

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Eiríkur Þór Theodórsson

Já þessi auglýsing þarf að komast í moggan!
Þangað til að allt fyllist af fólki. Og þá verður þetta alveg eins og kópavogur.
En ætla ekki að vona það

Eiríkur Þór Theodórsson, 2.7.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Sigrún Heiða

já það er gott að búa hérna!! 

Sigrún Heiða, 2.7.2008 kl. 09:13

10 identicon

Vegna rannsóknarstofulíffræðinga. Verið er aðallega fyrir rannsóknarnám þó er Matís með starfsemi þar en fáa starfsmenn. Vona að starfseminn eflist og umsvifin aukist. ORF er ekki með neina starfsemi í Skagafirðinum eða starfsmenn en verið er að vinna að einhverjum verkefnum þar.

Krókurinn er alls ekki óspennandi staður til að búa á og ég gæti vel séð mig fyrir mér þarna en það vantar því miður fleiri möguleika fyrir sérfræðimenntað fólk.

Ég bind þó miklar vonir við Nýsköpunarmiðstöðina.

LH (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:36

11 Smámynd: Karl Jónsson

LH, þú getur ekki bara flutt starf með þér hingað norður eða búið eitthvað til í samvinnu við aðra?

Karl Jónsson, 3.7.2008 kl. 17:53

12 identicon

Það myndi ég glaður vilja. Ég er viss um að það geti verið mikil hagræðing fyrir mörg fyrirtæki að flytja hluta starfsemi sinnar frá höfuðborgarsvæðinu eða opna nýja starfsemi þar þegar kemur að stækkun.

Fullyrðingin að sérfræðimenntað fólk vilji bara vinna/búa í Rvk er auðvitað bara bull

LH (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband