Frábært fyrir íslenskan körfubolta

Þetta eru sannarlega óvænt tíðindi og gleðileg. Trúlega er Jón Arnór með klausu sem segir að hann geti farið til atvinnumannaliðs ef gott boð berist, enda hefur hann sýnt það og sannað að hann getur leikið með þeim bestu í Evrópu. Kannski eru þeir báðir með slíka klausu. Nú fer landsliðið á fullt með þá innanborðs og kannski það veki athygli á þeim.

En fyrst og síðast eru þetta frábærar fréttir fyrir íslenskan körfuknattleik sem er í mikilli framför um þessar mundir. Liðin eru að styrkja sig hvert af öðru og ég hlakka til næsta tímabils.

Hef líka trú á því að mínir menn í Tindastóli verði með sómasamlegt lið sem geti komist í úrslitakeppnina, býst við þeim sterkari í vetur en í fyrra.


mbl.is Jón Arnór og Jakob til liðs við KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Gamli. 

Flott mál. En hvað með launaþakið sem flestir eru að brasa við að vera undir. Þessir piltar eru EKKI að fara spila fyrir 100 þúsund á mánuði svo mikið er víst.

Ingólfur H Þorleifsson, 19.8.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

En ef þeir eru skráðir sem þjálfarar yngri flokka ?

Þar er ekkert launaþak. 

Íþróttir á blog.is, 19.8.2008 kl. 14:56

3 identicon

Hvað er þetta Ingólfur þegar menn spila með hjartanu geta þeir lifað á loftinu einu saman

En auðvitað kunna allir þennan launaþaksleik. Leikmenn eru í "vinnu" hjá hinum og þessum fyrirtækjum en þurfa aldrei að mæta í stað þess að fyrirtækið styrki körfuknattleiksdeildina og fleiri gömul brögð.

Það er allavega erfitt að vera með 3-4 útlendinga + einhverja Íslendinga á launum og halda sig undir 500.000kr launaþaki.

Tek það fram að ég beini þessu ekki sérstaklega að KRingum heldur er þessi leikur leikinn um land allt af flestum liðum.

Karma (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Dunni

Það verður greinilega veisla í boltanum heima í vetur og það er bara frábært.

Launaþakið!!!!!???  Það er bara brandari.  Það er deginum ljósara að KKÍ gerer ekkert með fjárhag liðana í efstu deild.  Því er öðruvísi farið í Noregi. Þar verða félögin að sýna að bókhaldið sé í lagi og liðin eigi aura til að spila í deildunum. Annars eru þau einfaldlega færð niður um deildir.

Dunni, 19.8.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Karl Jónsson

Við skulum nú alveg róa okkur varðandi launaþakið og það allt saman og fókusera frekar á hvílíkur hvalreki þetta er fyrir alla körfuknattleikshreyfinguna og hvað þetta verður gott boost í annars gott árferði í körfunni sem verið hefur undanfarin misseri með hámarki sl. tvenn vor með úrslitakeppninni.

En með því að taka ekki inn Bosmenn eins og KR stefnir á, eru menn þá ekki bara á pari varðandi þetta blessaða launaþak miðað við síðasta tímabil?

Karl Jónsson, 19.8.2008 kl. 22:46

6 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sumir segja að KR muni borga minni laun en undanfarin ár. Þessir drengir eru ekki að koma til Íslands vegna peninga, það eru allt aðrar ástæður og mjög skiljanlegar.

Svo er ekkert sem bannar þessum mönnum að vera í vinnu út í bæ sem borgar þeim laun og KR borgi þeim ekki krónu. Það þarf engin dvalar og atvinnuleyfi fyrir þessa kalla.

En þetta er lyftistögn fyrir íslensku deildina þó ég vilji vissulega að allir góðir körfuknattleiksmenn leiki í deildum sem gera þá betri.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband