Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Samgönguráðherra rekur fleyg í raðir Vestfirðinga!
Það er með óíkindum að sjá framgöngu samgönguráðherra þessa dagana gagnvart Vestfirðingum. Árum saman hafa Vestfirðingar í sameiningu barist fyrir því að heilsársvegur með jarðgöngum verði gerður á milli norður og suðursvæða Vestfjarða til að styrkja innviði og samvinnu Vestfirðinga á milli. Þetta var sett á samgönguáætlun og allt í lukkunnar velstandi og áætlað að ljúka framkvæmdum 2011.
Í gær berast síðan þær fréttir frá ráðherra að það sé þrýst á hann um að breyta forgangsröðun jarðgangna á Vestfjörðum og setja göng á milli Skutlusfjarðar og Álftafjarðar framar en Dýrafjarðargöngin og hann ætli sér að taka málið upp á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í haust, en þetta sama fjórðungssamband hefur barist fyrir Dýrafjarðargöngunum undanfarin ár.
Ég skil ekki svona, hann nefnir enga ákveðna aðila sem hafi þrýst á hann og þetta er ekki til neins annars fallið en að vekja upp tortryggni manna á milli á svæðinu.
Í dag keppast sveitarstjórnarmenn við að lýsa furðu sinni á þessu uppátæki og Haddi bæjó segir að þetta sé eins og þruma úr heiðskíru lofti og vitnar hann í samtöl við marga sveitarstjórnarmenn á svæðinu.
Hvað gengur samgönguráðherra til? Býr eitthvað að baki?
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.