Alheimsmarkaðsvæðing NBA, beit hún kanana í skottið?

Ég er að kynna mér aðeins það sem kallast upp á enska tungu "sport marketing" eða bara markaðssetningu íþróttastarfs og íþróttaviðburða. Það er mjög gaman að lesa um NBA-ævintrýrið og hvernig markaðsáætlanir þar hafa gengið upp.

David Stern setti sér það markmið að gera NBA að alheimssöluvöru þegar hann varð commissioner 1984. Hann vann áætlanir um kynningu á deildinni og sölu á ýmsum NBA varningi út um allan heim og þetta átti að verða eitt risastórt skemmtibatterí.

Einn af forkólfum NBA lýsti því þannig að þegar Stern tók við þurfti hann venjulega að eyða fyrstu 20 mínútunum á fundum sínum með mögulegum styrktaraðilum að leikmenn NBA væru ekki allir á ólöglegum lyfjum eða vímuefnum. Þannig var staðan þegar þessi stórhuga snillingur tók við. Hann er ekki óumdeildur en markaðssetning hans á NBA hefur verið ævintýri líkust. Hann dró íþróttina úr svaðinu og gerði hana að skemmtisirkusi.

En allir sem fylgjast með vita hvernig staðan er, NBA deildin er gríðarlega vinsæl um allan heim auk þess sem körfuboltinn einn og sér hefur gríðarlega marga iðkendur, eða um 450 millijónir.

Menn segja að afleiðing þessarar alheimsvæðingar NBA-deildarinnar sé gríðarleg fjölgun útlendinga í deildinni og að hámarkinu hafi verið náð þegar Bandaríkjamenn yfirburðamenn í íþróttinni á heimsvísu, töpuðu bæði Ólympíu- og heimsmeistaratitlum til annarra þjóða 2004 og 2006. Með öðrum orðum, markaðssetning NBA á heimsvísu varð til þess að Bandaríkjamenn misstu það íþróttalega forskot sem þeir höfðu haft í körfunni um áratugaskeið og jafnvel frá upphafstímum íþróttarinnar.

Þetta er mjög athyglisvert ef maður lítur á þetta út frá markaðslegum forsendum. Að markaðsáætlunin hafi verið svo góð á heimsvísu að hún hafi haft getuleg áhrif á þessa "ósigrandi" körfuboltaþjóð.

Hins vegar hafa kanarnir tekið sig saman í andlitinu aftur og frammistaða þeirra á Ólympíuleikunum sýnir að þeir eru farnir að taka þessar alheimskeppnir mjög alvarlega og ætla ekki að láta slá sig út af laginu aftur. Nú hafa þeir tekið skref framúr aftur og nú er spurning hvað aðrar þjóðir gera í framhaldinu. Spánverjar stóðu nú reyndar rækilega í þeim í úrslitaleiknum og á HM eftir tvö ár verða Ricky Rubio og Marc Gasol orðnir tveimur árum eldri og þá verður gaman að fylgjast með.

En það eru þessi markaðsmál sem mér finnst gaman að skoða og velta fyrir mér og þetta markaðsbatterí "NBA" er alveg ótrúlega magnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

þreyttur þessi NBA bolti

Eysteinn Skarphéðinsson, 12.9.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband