Flutningar og bakverkir

Jćja ţá er ég kominn vestur aftur til ađ klára síđustu vinnuvikuna. Var í dag međ nýjum Innkaupastjóra Jóhanni Torfasyni og sýnist mér ađ hann komi til međ ađ pluma sig vel. Ţetta tekur allt saman tíma fyrir hann í upphafi en ég hef trú á karli í ţessu.

Fjölskyldan heima fyrir norđan og ég sakna hennar mikiđ. Krakkarnir eru sátt og ánćgđ í nýjum skólum, hafa eignast vini og í dag fór Árdís međ vinkonum sínum á Skátafund. Mér er alveg sama hvađ ţetta heitir, bara ađ krakkarnir njóti ţess ađ vera í félagsstarfi. Ég man nú eftir ţví ţegar viđ Árni og Svabbi skráđum okkur í skátana í heila viku til ađ komast í ferđalag eitthvert upp í fjall. Minnir ađ viđ höfum lítiđ mćtt á fundi eftir ţađ. Árdís kallađi nú skátana nú reyndar Skrokkana hér fyrir vestan, en ţeir komu í einhverja kynningu í skólann og Árdísi heyrđist ađ ţeir vćru frá Skrokkunum.

Skírnir Már var skilinn eftir í leikskólanum í morgun, hann byrjar daginn á ađ fara í Árvist sem er dćgradvöl ţeirra Króksara, en allir fimm ára krakkarnir hittast ţar fyrst á morgnana og er litiđ á ţetta sem ađlögun ţeirra fyrir nćsta skólastig, en fyrir ţá sem ţekkja ekki til ađstćđna er Árvistin á skólalóđ gamla skólans. Ţar fá krakkarnir ađ máta sig viđ ţá sem ţegar eru komnir í skólann og ađlagast leik ţeirra í frímínútum.

Haukur Sindri fór í morgun í fyrsta skiptiđ í skólann og gekk bara vel. Eignađist nokkra vini ţar á međa Örvar Pálma sem er af Svađastađakyninu og fyrir ţá sem ţekkja til finnast margir kraftmiklir einstaklingar ţar. En hann var sá fyrsti sem kom til Hauks á föstudaginn ţegar viđ skođuđum skólann og bauđ hann velkominn.

Sem sagt allt ađ stefna í rétta átt, fengum ţvílíku hjálpina frá ćttingjum og vinum fyrir norđan og verđur ţeim seint ţakkađ.

Viđ erum rosalega sátt og ánćgđ međ ţetta allt saman og ég hlakka til ađ komast heim á föstudaginn og takast á viđ lífiđ fyrir norđan m.a. nýja starfiđ sem er mjög spennandi. Fór á tvo fundi vegna ţess á föstudaginn og fékk ţá smá nasasjón af ţví sem koma skal.

Guđný byrjar svo í sinni vinnu á miđvikudaginn og afi Jón tekur ţá viđ hlutverki gćslumanns Skírnis í eina 2-3 tíma daglega og hlakka ţeir félagar báđir til ţess.

Af Skírni er ţađ helst ađ frétta í dag ađ hann sofnađi í óhreintatauskörfunni sinni.

Hilsen


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband