Rútína verður til - bráðum!!

Jæja, þá er allt að komast í fastar skorður hjá okkur.

 Ég hóf daginn í gær á að taka próf í ferðaþjónustufræðum og ég held að það hafi nú bara gengið ágætlega. Það tók tæpa tvo tíma og mætti ég í vinnuna eftir það. Næsta próf er á mánudaginn næsta í bókhaldi. Það verður nú fína fjörið.

En eins og ég sagði þá byrjaði ég í vinnunni í gær. Kom mér fyrir og sótti það sem upp á vantaði og svoleiðis. Þetta lítur allt ágætlega út. Förum suður í fundaferð á morgun, hittum kalla frá Orkuveitunni og síðan úr Samgönguráðuneytinu. Leggjum í hann um hálf sjö í fyrramálið og verðum komnir aftur fyrir kvöldmat. Það er nefnilega hægt hérna að skjótast suður fram og til baka sama dag. Annars þarf maður að setja sig inn í margvíslega hluti eins og þennan hér http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2610

Guðný byrjaði að skrifa fréttir inn á www.skagafjordur.com í gær og er að koma sér inn í sitt nýja starf. Fyrsta Feykis-blaðið undir hennar stjórn kemur síðan út 4. janúar, einmitt á afmælisdaginn hennar. Tvöföld ánægja þar.

Krakkarnir eru óðum að koma sér fyrir í nýjum skóla og nýju samfélagi. Það gengur allt eins og í sögu og þau eru að eignast vini sem farnir eru að koma í heimsókn. Gaman þegar þau koma heim með sögur úr skólanum t.d. þegar einhver segir þeim að foreldrar þeirra þekki pabba þeirra. Voða er maður orðinn gamall!! Nei ég segi nú bara svona. Gaman líka að hitta gamla skólafélaga að koma með börn í leikskólann sem dæmi.

Við strákarnir göngum í skólann og vinnuna á morgnana, enda eru okkar starfsstöðvar bara steinsnar frá. Árdís fer venjulega labbandi í skólann einnig, en í morgun var frekar leiðinlegt veður og Guðný skutlaði henni. Það var athyglisvert fyrsta skóladaginn hennar, þá var svo rosalega gaman að hún gleymdi því að ég ætlaði að sækja hana. Ég mætti fyrir utan skólann á umsömdum tíma og beið. Fór síðan inn um allan skólann að leita að henni, hélt kannski að hún hefði eitthvað villst, en fann hana hvergi. Ók sem leið lá heim á leið og sá hana þá þar sem hún sveif á bleiku skýi þvílíkt himinsæl með fyrsta daginn.

Grettir er líka sáttur við lífið. Hann sefur í kjallaranum á nóttunni og fer þangað sjálfviljugur þegar Guðný segir honum að fara að sofa. Minnir á vel þjálfaðan hund. En það skal tekið fram að hann hlýðir bara Guðnýju en ekki mér.

Pabbi sækir Skírni á leikskólann kl. 12 og eyða þeir góðum tíma saman þangað til Guðný er búin að vinna kl. tvö. Það gengur ljómandi vel og báðir mjög sáttir við þetta allt.

Sem sagt, allt að komast í gírinn, hálfur mánuður síðan við borðuðum síðasta morgunverðinn á Engjaveginum, tíminn líður og næstum hálfur mánuður þangað til krakkarnir koma heim aftur eftir jólavist hjá foreldrum sínum.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að það er allt að komast í fastar skorður hjá ykkur  Við komum svo á mánudaginn næsta til að taka allt út hjá ykkur og eins gott að það verði eitthvað til með kaffinu

Berglind Karlsd (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband