Fimmtudagur, 14. desember 2006
Hitt og þetta............aðallega þetta
Jólasveinarnir eru að standa sig þessa dagana. Krakkarnir sátt við afraksturinn.
Gústa gamla frænka mín dó um daginn og verður jörðuð á laugardaginn. Hún var 102 ára kerlingin, komin til ára sinna. Man að ég var alltaf frekar hræddur við hana þegar ég var lítill. Hún var hvöss og snubbótt í tilsvörum og maður hélt stundum að hún væri alltaf reið við mann. En svo þegar árin færðust yfir komst maður að því að hún var auðvitað besta skinn. Amma gamla bara sátt við að hún hafi fengið að deyja blessunin. Hreytti því nú út úr sér um daginn þegar hún lá veik að líklega væri best að þær systur færu saman, þá væri bara þörf á einni jarðarför!!
Skrapp suður í gær á tvo fundi. Er óðum að komast inn í þetta umhverfi sem nettengingar eru og sannarlega mikið kraðak. Vissuð þið t.d. að þó þið kaupið einhverja X-stóra MB tengingu heim til ykkar, er aðeins átt við hraðann til ykkar, en ekki frá? Komst að þessu í gær.
Fórum yfir nokkra algenga frasa sem pólitíkusar nota á leiðinni suður í gær. Komumst að því að frasinn "....að stjórnvöld komi að málinu" sé ansi skondinn og það sem eftir lifið ferðar í gær höfðu þurftu stjórnvöld að koma að ansi mörgum málum.
Jólafundur hjá skátunum í kvöld og Árdís spennt. Þarf að fara með pakka með sér.
Fór í klippingu í dag og pantaði tíma í leiðinni fyrir Skírni. Hann tilkynnti mér það þó í gær að ég ætti að klippa hann og ætti að nota vélina. Ég snoðaði Hauk svoleiðis um daginn og Skírnir fékk þá tröllatrú á þessum hæfileikum mínum. Málið er hins vegar það að sú hárgreiðsla fer honum ekki eins vel og Hauksa og því þarf hann að komast í alvöruklippihendur.
Við höfum verið að leggja drög að því undanfarið, eða öllu heldur "gera ráðstafanir" eins og sumir segja, til að taka hana Katrínu Mjöll frænku Guðnýjar helgi og helgi til okkar til að gefa móður hennar smá frí annað slagið. Til þeirra sem ekki þekkja þá er hún fjögurra ára skvísa, dóttir Ingibjargar sem aftur er dóttir Lilju systur Stínu tengdó. Ingibjörg hefur litla aðstoð með stelpuna, enginn faðir til staðar og við viljum því gjarnan létta undir með henn annað slagið. Katrín Mjöll er algjör dúlla og hefur af einhverjum ástæðum tekið hálfgerðu ástfóstri við mig og okkur og á það víst til að sitja tímunum saman og horfa á brúðkaupsmyndina af okkur. Guðný þarf á jarðarför í Eyjafjörðinn á morgun og ætlar að taka skvísuna með sér hingað.
Annars er Grettir á góðri leið með að verða formlegur borgari þessa sveitarfélags, ég skráði hann nefnilega í dag og gekk frá umsókn um kattahald og innan tíðar fær hann plötu um hálsinn sem gerir hann að fullgildum ferfætlingi hér í samfélaginu. Annars kom Ægir Ásbjörns með hann í gær til okkar, Grettir hafði plantað sér fyrir framan útidyrahurðina hjá þeim í gær og hreyfði sig ekki.
Hilsen
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.