Hitt og þetta - aðallega þetta

Ekki leiðinlegur leikur í gær hjá Arsenal. Það eru ekki mörg lið sem fara á Anfield með fjögurra daga millibili og skora 9 mörk. Ánægður með Baptista sérstaklega, hann fer kannski að finna sig úr þessu.

Erum að mála eldhúsið þessa dagana og ætlum að klára þær framkvæmdir fyrir helgina. Ætlum líka að rífa klæðningu af tveimur veggjum þar til að ná panelnum fram og þá verður eldhúsið okkar orðið voða kósí.

Framkvæmdir eru hafnar í kjallaranum. Þar var vatnstjón sem ekki lá fyrir þegar við fluttum inn og tryggingafélag fyrri eigenda klárar það mál. Þar þurfti að henda út trégólfi sem orðið var handónýtt og farið fúna vegna leka. Herbergið mun í framtíðinni hýsa trommusettið mitt og gesti þegar þá ber að garði.

Þegar búið verður að ganga frá kjallaranum, verður hann málaður og gerður vistlegri svo við getum farið þangað á sokkunum. Það er takmarkið að geta labbað þar um á sokkunum.

Það er ótrúlegt hvað maður getur þurft að bíða eftir að ná sambandi við bissí aðila fyrir sunnan. Ég er búinn að bíða eftir símtölum frá tveimur aðilum í stórum fyrirtækjum fyrir sunnan síðan í síðustu viku. Ég hringi, þeir eru uppteknir, ég skil eftir skilaboð. Ég sendi tölvupóst til að minna á mig, fæ þau svör að þeir hringi á morgun eða hinn, en ekkert gerist. Djöfull pirrandi.

Blað nr. tvö hjá Guðnýju kemur út í dag. Viðbrögðin frábær við fyrsta blaðinu, mikið talað um þessar breytingar og fólk mjög jákvætt. Nýjum áskrifendum fjölgar og ég spái því að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar eftir annað blaðið. Fólk vill gjarnan sjá annað gott eintak áður en það tekur ákvörðun um að gerast áskrifandi.

Er að hugsa um að setja upp smá bissness með félaga mínum Borce Ilievski sem þjálfar hjá KFÍ núna. Þörfin fyrir reynda og góða þjálfara er mikil í körfunni á Íslandi og mig langar til að finna heppilega þjálfara og reyna að flytja þá inn, körfuboltanum í landinu til heilla. Sjáum hvað setur.

Jæja ég þarf að fara í símann og reyna að ná í hina háu herra fyrir sunnan!!

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband