Mánudagur, 28. janúar 2008
Spaugstofan er bara orðin leiðinleg
Ég ætla ekki að fara mikið út í sketsana um Ólaf F Magnússon, sem mér fannst margir hverjir fara yfir strikið þar sem um veikindi er að ræða, en niðurstaðan er sú að fyrst að Spaugstofan gat ekki gert sér meiri og betri mat úr þessari stórmerkilegu viku í pólitíkinni í borginni, þá eiga þeir bara að pakka niður og hætta. Ef þetta hefði komið upp fyrir 10 árum síðan, hefðu þeir sannarlega geta matreitt svona þátt betur.
Og mér til hrellingar sá ég í viðtali við Pálma Gestsson að hann byggist við því að þeir yðu með þáttinn sinn næsta ár líka.
En Spaugstofan er bara orðin leiðinleg, hundleiðinleg.
Kominn tími til að kveðja og segja bless við sjónvarpsáhorfendur eftir þennan vetur.
Laugardagskvöldin eru ekki að verða skemmtilegustu sjónvarpskvöldin eins og þau voru alltaf hér í denn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Útþynnt Laugardagslög - Hrúturinn Hreinn bjargar málunum
Í mínum huga hafa Laugardagslögin algjörlega misst flugið. Þættirnir eru langdregnir, lopinn teygður eins og víða hefur komið fram og maður missir einbeitinguna við að horfa á þáttinn. Mér finnst þetta konsept að blanda inn í þættina einhverju dægurmálaspjalli og viðtölum vera illa til fundið. Viðmælendur sitja í berstrípuðum stólum á stóru sviði, hljóðið er leiðinlegt og þetta missir einhvern veginn marks að mínu mati.
Ofan í kaupið virðist sem reglum sé breytt á meðan þáttaröðinni stendur og söngvarar óvart staddir í fríi þegar þeir eiga að vera syngja.
Mér finnst Gísli Einars vera sniðugur karl og skemmtilegur og án hans væru þessir þættir algjörlega glataðir.
En krakkarnir hafa gaman af þessu og við eigum okkar fjölskyldustund fyrir framan kassann.
En af hverju skyldi húsbóndinn þá láta sig hafa það að horfa á þetta?
Jú vegna þess að á meðan kosningin er í gangi kemur einn allra skemmtilegasti teiknimyndaþáttur sem ég hef bara séð í langan tíma; Hrúturinn Hreinn. Hann fjallar um kindur á sveitabæ, hundinn sem passar upp á þær og svínin hinum megin við girðinguna. Hundurinn er alveg sér á báti, hann merkir við í kladdann og stjórnar hjörðinni með flautu í munni. Yfirleitt gera kindur í mannanna heimum lítið annað en að borða og hvíla sig og borða svo aftur, en þarna taka rollurnar sér ýmislegt fyrir hendur. Kúnstin við að horfa á þetta er að setja þetta í samhengi við hinar litlausu kindur sem við sjáum á beit í sveitum landsins og reyna að ímynda sér að eitthvað svona fjör sé í gangi hjá þeim.
Þið getið m.a. séð Hrútinn Hrein og félaga hans spila fótbolta með því að smella hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Nýtt nafn á Framsókn: Fata-hreyfingin!
Fata-hreyfingin. Var ekki Arafat í Fata-hreyfingunni? Og hitti ekki Halldór Ásgrímsson Arafat einu sinni? Dead on.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 7. desember 2007
Aðkomumenn!!
Við tökum það skýrt fram hér að hætti nágranna okkar Akureyringa að hér er um utanbæjarmann að ræða!!
![]() |
Þjófnaðahrina á Sauðárkróki upplýst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. desember 2007
Vildarvinir
Við í unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, erum að safna fyrrverandi leikmönnum Tindastóls saman í félagsskap sem við köllum Vildarvini barna- og unglingastarfs körfuknattleiksdeildarinnar.
Við ætlum að fá þessa jaxla til að greiða til okkar fast árgjald að lágmarksupphæð kr. 3.000 og eyrnamerkja innkomuna í félagið, ákveðnum verkefnum.
Viðbrögðin hafa verið meirháttar góð og við erum bara rétt að byrja.
Nánar með því að smella HÉR.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. desember 2007
Verðið að lækka, hraðinn að aukast - með tilkomu ljósleiðarakerfa
Ég sat ansi áhugaverða ráðstefnu í Amsterdam á dögunum sem nefndist Broadband Cities 2007. Það eru I-Nec samtökin sem héldu ráðstefnuna, en þau samanstanda af samfélögum sem hafa byggt upp, eða eru að byggja upp ljósleiðaranet. Seltjarnarnesbær er aðili að samtökunum.
Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru á ráðstefnunni. Einn af þeim áhugaverðari var fyrirlestur Taylor Reynolds sem starfar hjá OECD, en hann fór m.a. yfir samanburð meðal OECD ríkja á verði og hraða nettenginga.
Og hvað kom í ljós?
1. Með tilkomu ljósleiðarakerfa er verðið á nettengingum að lækka - en hraðinn að aukast.
2. Ísland er mjög aftarlega á merinni hvað varðar verð vs. hraða og yfirleitt í 4-5 neðsta sæti í báðum atriðunum.
Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur sem stöndum í því að byggja upp háhraðanetvædd samfélög.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 2. desember 2007
Hvað gengur fólki tli?
Ég les það hér á bloggsíðu um afdrif barnsins í Keflavík sem varð fyrir bílnum http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/380695/ samt leita ég á öllum fréttavefjum nú í morgunsárið og sé m.a. á visi.is að ekki fáist staðfest líðan drengsins. Vísir, 02. des. 2007 09:29
Samt er bloggari Íslands kominn með þetta á sína síðu kl. 00.47.
Maður spyr sig, er þetta sniðugt? Ég veit að bloggið er orðið að skúbbmiðli, en er þetta ekki fulllangt gengið?
Hverju skal trúa? Hvað gengur fólki til?
Eða er ég bara svona gamaldags?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Við BOSTON-menn þyrpumst út úr skápnum!!
Það hefur verið dimmt, kalt og loftlítið í skápnum sem við Boston menn höfum smám saman skriðið inn í síðan Larry Bird lagði skóna á hilluna á síðustu öld. Varla hefur verið óhætt einu sinni að opna á hann litla rifu því engin birta hefur verið fyrir utan til að hleypa inn. Það hefur því bara verið best að halda honum lokuðum.
Um þverbak keyrði í fyrra þegar þeir voru með lélegasta árangur sinn í sögu NBA!!
Óheppnin virtist ætla að halda áfram í nýliðavalinu, þrátt fyrir ágæta tölfræðilega möguleika á að fá að velja nr 1, fengum við að velja nr 5!!!
En viti menn, hvað gerist? Í kjölfarið eiga sér stað ýmis leikmannaskipti og allt í einu er Boston komið með alvöru lið, næstum því á einni nóttu!!
Og ekki nóg með stjörnurnar þrjár, heldur eigum við líka menn á bekknum sem kunna körfubolta!! Langt síðan það hefur gerst, eiginlega ekki síðan Joe Kleine, Greg Kite og félagar voru upp á sitt betsta.
Nú hef ég fundið gömlu Boston derhúfuna sem ég fékk 1989, dustaði rykið af BIRD-búningnum mínum, þvoði Boston-könnuna og setti Boston rúmfötin utan um sængina mína og kodda aftur!!
Ég er kominn út úr Boston-skápnum eins og margir, margir fleiri!!
Til hamingju með liðið kæru Boston-félagar.
![]() |
Boston skellti New York með 45 stiga mun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Jón Arnór einn besti íslenski íþróttamaðurinn í dag
Mynd af heimasvæði Lottomatica
Jón Arnór Stefánsson sem leikur með Lottomatica Roma í Ítölsku A-deildinni í körfuknattleik er á hreint magnaðri vegferð. Strákurinn leikur lykilhlutverk í liðinu sínu í þessari deild sem er með þeim allra bestu í Evrópu og situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar.
Í Meistarardeildinni hefur hann staðið sig vel, skorað 14.2 stig að meðaltali í leik, spilað rétt tæplega 30 mínútur að meðaltali sem er alveg magnaður árangur.
Ég sé eins og er ekki aðra íþróttamenn íslenska sem eru að gera annað eins á heimsvettvangi, ja nema kannski stóri bróðir hans!!??
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Einelti nær út fyrir skólana
Í 24 stundum í morgun er viðtal við sveitunga minn - eða sveitungu (!) mína, Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor hjá Kennaraháskóla Íslands, þar sem hún er að segja frá þeirri staðreynd að einelti nær langt út fyrir veggi skólanna.
Inni í skólunum eru til fínar og flottar áætlanir um hvernig bregðast eigi við einelti, en þegar krakkarnir koma út fyrir og í sitt tómstunda- og íþróttastarf, eru þau berskjölduð fyrir eineltinu þar sem þjálfarar og/eða forsvarsmenn tómstundastarfs vita oft ekki neitt um hvað gengur á í skólanum.
Ég skrifaði um þetta fyrir all löngu síðan í þessari færslu HÉR.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar