Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Fiðringur er orðinn að fiðrildi
Einu sinni fengu menn fiðring í magann. Nú fá menn fiðrildi í magann. Ég held að átt sé við sömu líkamlegu einkennin þegar spenna eða eftirvænting grípur um sig í mannssálinni.
Myndlíkingum eru engin takmörk sett.
Annars er þetta bara tuð í mér, veit það alveg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Fylgi virðist vera við 3+2 regluna
Viðbrögðin við bloggi mínu hér í gær hafa verði mjög mikil og ánægjuleg. Ég hef heyrt hljóðið í mörgum körfuboltaáhugamanninum sem hafa í raun jafn margar skoðanir á þessum málum eins og þeir eru margir.
En fylgi við 3+2 reglu virðist vera fyrir hendi. Ég treysti mér ekki til að dæma um hversu mikið það er innan hreyfingarinnar, en alla vega virðast menn vera farnir að skoða málin talsvert út frá þeirri hugmynd þ.e. að það verði alltaf þrír íslenskir ríkisborgarar að vera inni á vellinum í einu. Viðmælendur mínir í það minnsta hafa haft orð á því utan Ingólfur hjá KFÍ, sem útskýrir stöðu þeirra mjög vel í athugasemdum við bloggið hér á undan. Hvet menn til að lesa það.
Næsta mál á dagskrá er síðan það hvort að leyfa eigi tvo kana aftur eins og gert var hér um árið, eða hvort það verði óbreytt, þ.e. að leyfilegt sé að hafa aðeins einn kana.
Tveggja kana hugmyndin í þessu 3+2 umhverfi er athyglisverð. Sumir segja að þegar tveir kanar voru leyfðir hér um árið, hafi komið betra leikmannapar í tveimur könum, heldur en í kani+Bosman eins og það var áður. En með því að leyfa tvo kana, er ljóst að það yrðu leikmenn sem spiluðu hvor um sig nær fullar 40 mínútur og menn hafa bent á það þeir gætu orðið full-dómínerandi, að þeir tækju of mikið til sín og það framlag sem Bosmenn hafa lagt inn í boltann hér hingað til, yrði gjaldfellt og Bosmenn sem hafa verið hér kannski í nokkur tímabil og leikið við góðan orðstýr, yrðu atvinnulausir í efstu deild alla vega. En betri leikmenn gera deildina vissulega betri og áhugaverðari er það ekki og þessi möguleiki býður upp á það án þess að liðin séum með óheyrilegan fjölda erlendra leikmanna.
Ef menn breyta eins kana reglunni ekki, segja sumir að það opnist á þá möguleika að liðin verði með þrjá útlendinga, þ.e. einn kana og síðan tvo bosmenn og liðin gætu rúllað á þessum þremur leikmönnum í 3+2 kerfi. Þetta kæmi liðum úti á landi vel, þau gætu með þessu móti elft leikmannahóp sinn eftir sem áður, sem er kannski þunnskipaður fyrir. En það væru aðeins 80 mínútur til skiptanna fyrir útlendinga og 120 mínútur fyrir íslenska leikmenn.
Hugsanlega er þarna komin einhver málamiðlun, ég veit ekki?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25. febrúar 2008
Útlendingamálin í körfuboltanum - uppfært vegna rangfærslu
Málefni erlendra leikmanna eru nú heitasta málið innan körfuknattleikshreyfingarinnar. Mörgum finnst fjöldi þeirra vera orðinn yfirþyrmandi á meðan öðrum finnst alveg sjálfsagt að vera með eins marga útlendinga og liðin treysta sér til.
Vandamálið er tvennskonar; annars vegar fá lið sér fleiri útlendinga einfaldlega til að eiga í leikmannahóp og hins vegar fer einskonar snjóbolti af stað, að þegar eitt lið fær sér annan eða þriðja útlendinginn, geta önnur lið ekki verið eftirbátar, því samkeppnin er mikil um titla.
En á þessu eru all margar hliðar.
Í fyrsta lagi sú að við búum hér inni á Evrópska efnahagssvæðinu og verandi í því, lifum við við frjálst flæði vinnuafls á milli þeirra landa. Við getum því ekki takmarkað fjölda erlendra ríkisborgara sem koma frá þessu svæði. Takmörkunin í dag er við einn erlendan leikmann utan EES svæðisins og þá erum við að tala um Kana í flestum tilfellum.
Í öðru lagi þá hefur íbúaþróunin og efnahagsþróunin hér á landi orðið sú að íslenskum leikmönnum finnst ekki lengur spennandi að fara út á land og spila eins og þeir gerðu í kippum hér áður fyrr til að ná sér í reynslu. Fólki fækkar á landsbyggðinni og launaskriðið nær ekki langt út fyrir suðvesturhornið og því fara leikmenn ekki út á land fyrir vinnu og húsnæði lengur. Lið úti á landi standa því frammi fyrir því að sækja sér liðsstyrk út fyrir landsteinana, því það er auðveldara en að lokka íslenska leikmenn út á land. Hér er ég aðeins að tala um viðhorf leikmannanna, ekki alla pappírsvinnuna sem þarf að vinna til að ná þeim hingað til lands.
En ein er sú leið sem menn hafa verið að ræða um og virðist vera að hljóta meira fylgis en áður. Það er svokölluð 3+2 regla sem við lýði er í Noregi, en hún kveður á um að alltaf verði þrír norskir ríkisborgarar að vera inni á vellinum í einu. Með þessu móti er norska sambandið að búa til sérreglur í sínu mótafyrirkomulagi í þágu innlendra leikmanna.
Leiðrétting. Reglan í Noregi er í raun 2+3, þ.e. að tveir leikmenn inni á vellinum verða að vera norskir ríkisborgarar. Í Rússlandi er þetta hins vegar 3+2. En prinsippið er það sama eftir sem áður og við getum haft þetta 2+3 eða 3+2 ef menn ákveða á annað borð að fara þessa leið.
Allt hefur sína kosti og galla. Ég er sjálfur persónulega ekki kominn að endanlegri niðurstöðu í þessu útlendingamáli. En ég held þó að eftirfarandi kostir séu við 3+2 leiðina:
* Lið koma til með að fá sér tvo mjög góða erlenda leikmenn í staðinn fyrir fleiri og lélegri.
* Liðin þurfa að byggja á eigin leikmönnum að stærri hluta sem hlýtur að hvetja þau til að gera vel og betur í barna- og unglingastarfinu.
* Innlendir leikmenn verða verðmætari sem ætti að gera íslenskum körfubolta gott. Liðin gætu þá hugsanlega farið að borga eigin "roll-players" fyrir að spila, í stað þess að flytja síka leikmenn inn og greiða þeim meira.
* Hugsanlegt er að góðir leikmenn sem finnast í neðri deildunum vilji koma upp í úrvalsdeildina og spila þar, því þar leynast vissulega áhugaverðir leikmenn.
En ókosturinn við þessa reglu er sá að lið sem byggja leikmannahópa sína á erlendum leikmönnum, 4-5 talsins eins og t.d. Tindastóll og KFÍ, gætu lent í vandræðum með að manna sitt lið hæfum leikmönnum sem spilað gætu í efstu deild á allra næstu árum. En með því að huga betur að barna- og unglinagstarfinu ætti að byggjast upp stærri og betri leikmannahópur til framtíðar litið. Við erum þá kannski að horfa upp á tímabundið ástand á meðan þessi uppbygging færi að skila sér. Spurningin er sú hvort að menn sætti sig við það?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 22. febrúar 2008
Dónalegur fulltrúi HSÍ í umræðuþætti
Það er alveg ótrúlegt að hlýða á mál Þorbergs Aðalsteinssonar í umræðuþættinum "Utan vallar" á Sýn. Hann var þar kynntur til leiks sem fulltrúi HSÍ og það var bara eitthvað að manninum þarna. Dónalegur, sígrípandi fram í og var mjög einkennilegur.
Ekki góður fulltrúi HSÍ, sérstaklega í þessu landsliðsþjálfaraleitarótrúlegu atburðarrás.
http://www.visir.is/article/20080222/IDROTTIR02/80222027
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Þjálfari refsar leikmönnum sem standa sig ekki - En af hverju gerir Haarde ekki neitt?
Hvað er þá Geir Haarde að pæla? Af hverju stígur hann ekki niður fæti og leysir þessi vandamál Sjálfstæðismanna í Reykjavík?
Þegar leikmaður stendur sig ekki, þegar hann svíkur liðið, refsar alvöru þjálfari honum. Hann bíður ekki eftir því að viðkomandi leikmaður ákveði sjálfur hvort hann fari úr liðinu eða ekki.
Ég sem hélt að Reykjavík væri það mikilvægt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að yfirstjórn hans tæki að sér að gera þær ráðstafanir sem þarf til að hann missi ekki trú fólks og stuðningsmanna sinna, eins og nú er akkúrat er að gerast.
En það er ekki þar með sagt að vandamálin séu búin þá. Ef borgarstjórnarfulltrúarnir eiga að kjósa um hver verði næsti oddviti og þar með borgarstjóri eftir ár, er ég hræddur um að hnífasettin úr Framsókn verði nú flutt yfir í þann hóp með kærri þökk fyrir lánið. Er ekki eðlilegt að næsti maður á lista taki við oddvitahlutverkinu? Þetta er alltaf svo mikið vandamál í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hver eigi að vera oddviti í borgarstjórnarflokknum.
Alvöru forystumaður í stjórnmálaflokki afgreiðir heimatilbúin vandamál sem þetta í einu vetfangi og vílar ekki fyrir sér að fórna peði af skákborðinu til að flokkurinn haldi trúverðugleika sínum og trausti, að ekki sé nú talað um fylgistapið sem þessu fylgir.
Ég er bara steinhissa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Gott framtak hjá Bubba
Bubbi Morthens hefur enn einu sinni stigið fram til varnar minnihlutahópi í þjóðfélaginu. Honum er farið að ofbjóða rasisminn sem virðist almennt vera að ná fótfestu í íslensku samfélagi. Hann ætlar að halda tónleika til að vekja athygli á þessari samfélagsmeinsemd og berjast gegn henni.
Manni er sjálfum eiginlega alveg farið að ofbjóða. "Félag gegn Pólverjum!!!"?? Hvað á það að þýða? Þetta er bara fólk eins og við. Að halda því fram að þetta fólk sé að koma til landsins til að "taka" af okkur vinnuna er mikill misskilningur. Við VILJUM EKKI vinna þá vinnu sem þeir koma til að vinna. Svo einfalt er það.
Heyrði í einhverju strákgreyi á Bylgjunni í gærmorgun, hann sagðist vera verkamaður og krakkar væru farnir að uppnefna hann "Pólverja". Þetta fannst honum alveg svakalegt og beindi reiði sinni að þessu erlenda vinnuafli, en ekki að íslensku samfélagi sem hefur alið þetta upp í krökkunum sem voru að uppnefna hann. Ætli hann vildi ekki sjálfur geta farið á milli landa til að vinna sem frjáls maður og geta gert það án þess að mæta þar fordómum?
Fólk verður líka að gera stóran greinarmun á þeim útlendingum sem koma hingað gagngert til að stunda glæpsamlega iðju og þeim sem koma hingað til að vinna. Við viljum að sjálfsögðu ekki erlenda glæpamenn frekar en íslenska, en stærstur hlutinn af því fólki sem kemur hingað til lands til að vinna er að gera það á sínum forsendum og gengur í störf sem við viljum ekki vinna.
Ég held að við ættum frekar að þakka þeim fyrir að vilja vinna fiskinn okkar, því okkur er sú vinna ekki bjóðandi í dag af einhverjum ástæðum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Því miður er þetta bara staðan
Íþróttahreyfingin getur ekki valið og hafnað styrktaraðilum vegna þess eins að þeir bjóði ekki upp á hollustufæði af bestu gerð. Hún hefur einfaldlega ekki efni á því.
Ég man ekki eftir svona umræðu um bjórfyrirtækin sem styrkja íþróttahreyfinguna mikið í Danmörku. Þarna er ákveðinn tvískinnungur í gangi.
Ég veit bara að ef McDonalds myndi koma til mín og þeirrar starfsemi sem ég er í forsvari fyrir, myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um að gera styrktarsamning við þá. Bendi á að þeir eru ekki bara með óholla fæðu, heldur einnig ýmislegt grænfóður á sínum matseðli.
Bara væl.
![]() |
McDonalds styrkir afreksmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Beckham ennþá mikilvægur
Capello kynnir landsliðshópinn sinn í dag hjá Englendingum. Það er mín skoðun að David Beckham séenn það mikilvægur í þessu liði að það væri glapræði að velja hann ekki í hópinn. Capello þekkir hann líka manna best og þrátt fyrir að hafa hent honum út úr liði Real tók hann leikmanninn inn aftur og Beckham launaði honum það með frábærri frammistöðu.
Það er bara einhver "presence" við Beckham á velli sem gerir hann ómissandi að mínu mati og vonandi hefur Capello hann inni í sínum fyrsta landsliðshópi, ekki síst sjálfs síns vegna.
Og svo hefur hann líka æft með Arsenal undanfarið og ekki spillir það nú fyrir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Íslenskt dagskrárgerðarvor
Það er ekki oft sem maður minnist þess í gegn um tíðina að hafa beðið spenntur eftir að íslenskir framhaldsþættir byrjuðu í sjónvarpinu á kvöldin. Ég man þó eftir Heilsubælinu hér í denn og nú er svo komið að með Næturvaktinni í fyrra og Pressu nú, er poppað og hátíð í bæ.
Þekking og kunnátta dagskrárgerðarfólks hefur tekið miklum framförum síðustu árin og þessir þættir eru orðnir miklu meira professional en þeir voru áður. Klippingar, lýsing og myndataka eru til fyrirmyndar.
Stærstu breytingarnar eru líklega samt þær að handritin eru orðin betri og leikurinn hefur stórlagast sem gerir það að verkum að karakterarnir verða miklu trúverðugri.
Pressa er einhver besti íslenski framhaldsþáttur sem ég hef séð. Nú er komið að síðasta þætti Pressu og söguþráðurinn hefur verið meistaralega fléttaður og þó vissulega ýmis kurl séu að koma til grafar vantar ennþá endahnútinn á þetta mál.
Ef þetta er það sem koma skal, þurfum við ekki að kvíða fyrir innlendri framhaldsþáttagerð fyrir sjónvarp.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 28. janúar 2008
Hugrenningar andvaka húsbónda
Þar sem maður liggur flötum beinum og hugurinn fer á fleygiferð, eru ýmsar hugsanir sem fljúga í gegn. Hér kemur brot af því besta:
"....djöfulsins rok er þetta, ekki hægt að sofa í þessu helvíti!"
"....hvaða hljóð er þetta? Er klæðningin að flettast utan af húsinu?"
"....ætli efsta hæðin geti nokkuð fokið af í heilu lagi?" - er úr timbri ofan á steinhlaðið hús.
"....eru þakplöturnar að losna?"
"....ætli ég hafi fergt lokið á heita pottinum nægilega vel? Ætli það sé að fjúka af?" - Fór og gáði og auðvitað var allt í lagi.
Svona var nóttin hjá mér þangað til ég náði að sofna, en þá fór ég víst að hrjóta og hélt vöku fyrir konunni!!
Lífið er ekkert einfalt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar