Fimmtudagur, 2. október 2008
Nota bara minni bolta
Vandi út af harpixbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Mikið hlýtur að vera gaman að vera formaður Frjálslyndaflokksins
Já það hlýtur að vera alveg dásamlegt að vera formaður Frjálslyndaflokksins.
Alltaf rólegt og næs þar. Enginn að mótmæla öðrum opinberlega, allir sáttir við formanninn, allir sáttir við þingflokksformanninn og bara mikil og sterk liðsheild þarna á ferðinni.
Sannarlega draumaliðið til að stjórna.
Miðstjórnin vill Jón sem þingflokksformann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. september 2008
Loksins komin alvöru framlína!!
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Vestfirskt hörkutól!
Já það finnast góðir menn víða sem eru tilbúinir að hjálpa til við svona aðstæður.
Ég sá heimildarmynd um Ástþór og það er engum blöðum að fletta um það að þarna er hörkutól á ferðinni sem þarf að leggja í aukinn kostnað við vélakost til að aðlaga hann sínum þörfum. En í myndinni umfelgaði hann m.a. dráttavélardekk úr hjólastólnum og sinnti búinu sínu rétt eins og um alheilan mann væri að ræða.
Hugarfar þessa manns er einstakt, hann ákvað að láta þetta ekki hafa áhrif á sitt daglega líf og hann er gangandi sönnun þess hve hugurinn getur verið sterkur við svona aðstæður.
Mjólka á heiður skilinn fyrir þessa aðstoð og ég óska Ástþóri alls hins besta við bústörfin á Rauðasandi.
Fékk styrk til að leysa út vélarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Alheimsmarkaðsvæðing NBA, beit hún kanana í skottið?
Ég er að kynna mér aðeins það sem kallast upp á enska tungu "sport marketing" eða bara markaðssetningu íþróttastarfs og íþróttaviðburða. Það er mjög gaman að lesa um NBA-ævintrýrið og hvernig markaðsáætlanir þar hafa gengið upp.
David Stern setti sér það markmið að gera NBA að alheimssöluvöru þegar hann varð commissioner 1984. Hann vann áætlanir um kynningu á deildinni og sölu á ýmsum NBA varningi út um allan heim og þetta átti að verða eitt risastórt skemmtibatterí.
Einn af forkólfum NBA lýsti því þannig að þegar Stern tók við þurfti hann venjulega að eyða fyrstu 20 mínútunum á fundum sínum með mögulegum styrktaraðilum að leikmenn NBA væru ekki allir á ólöglegum lyfjum eða vímuefnum. Þannig var staðan þegar þessi stórhuga snillingur tók við. Hann er ekki óumdeildur en markaðssetning hans á NBA hefur verið ævintýri líkust. Hann dró íþróttina úr svaðinu og gerði hana að skemmtisirkusi.
En allir sem fylgjast með vita hvernig staðan er, NBA deildin er gríðarlega vinsæl um allan heim auk þess sem körfuboltinn einn og sér hefur gríðarlega marga iðkendur, eða um 450 millijónir.
Menn segja að afleiðing þessarar alheimsvæðingar NBA-deildarinnar sé gríðarleg fjölgun útlendinga í deildinni og að hámarkinu hafi verið náð þegar Bandaríkjamenn yfirburðamenn í íþróttinni á heimsvísu, töpuðu bæði Ólympíu- og heimsmeistaratitlum til annarra þjóða 2004 og 2006. Með öðrum orðum, markaðssetning NBA á heimsvísu varð til þess að Bandaríkjamenn misstu það íþróttalega forskot sem þeir höfðu haft í körfunni um áratugaskeið og jafnvel frá upphafstímum íþróttarinnar.
Þetta er mjög athyglisvert ef maður lítur á þetta út frá markaðslegum forsendum. Að markaðsáætlunin hafi verið svo góð á heimsvísu að hún hafi haft getuleg áhrif á þessa "ósigrandi" körfuboltaþjóð.
Hins vegar hafa kanarnir tekið sig saman í andlitinu aftur og frammistaða þeirra á Ólympíuleikunum sýnir að þeir eru farnir að taka þessar alheimskeppnir mjög alvarlega og ætla ekki að láta slá sig út af laginu aftur. Nú hafa þeir tekið skref framúr aftur og nú er spurning hvað aðrar þjóðir gera í framhaldinu. Spánverjar stóðu nú reyndar rækilega í þeim í úrslitaleiknum og á HM eftir tvö ár verða Ricky Rubio og Marc Gasol orðnir tveimur árum eldri og þá verður gaman að fylgjast með.
En það eru þessi markaðsmál sem mér finnst gaman að skoða og velta fyrir mér og þetta markaðsbatterí "NBA" er alveg ótrúlega magnað.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Sverka reddar'essu!
Sverrir er hörkutól og bara gaman að sjá hann koma þarna til leiks.
Hins vegar á Leifur alla mína samúð, það er ekki gaman að standa í svonalöguðu. Og ef satt er að þeir hafi verið búnir að taka ákvörðun um að reka hann áður en þeir fóru með honum á blaðamannafundinn, er það ekki fallegur leikur.
Kannski hann snúi sér aftur að körfuboltadómgæslunni þar sem hann var langbestur!!
Sverrir tekur við Fylki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Frábær byrjun!
Glæsilegur leikur hjá stelpunum í gærkvöldi. Vonandi blæs sigurinn þeim baráttuanda í brjóst fyrir leikinn við Holland á laugardaginn sem verður nú örugglega erfðari en þessi.
Íslenskur sigur á Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Samgönguráðherra rekur fleyg í raðir Vestfirðinga!
Það er með óíkindum að sjá framgöngu samgönguráðherra þessa dagana gagnvart Vestfirðingum. Árum saman hafa Vestfirðingar í sameiningu barist fyrir því að heilsársvegur með jarðgöngum verði gerður á milli norður og suðursvæða Vestfjarða til að styrkja innviði og samvinnu Vestfirðinga á milli. Þetta var sett á samgönguáætlun og allt í lukkunnar velstandi og áætlað að ljúka framkvæmdum 2011.
Í gær berast síðan þær fréttir frá ráðherra að það sé þrýst á hann um að breyta forgangsröðun jarðgangna á Vestfjörðum og setja göng á milli Skutlusfjarðar og Álftafjarðar framar en Dýrafjarðargöngin og hann ætli sér að taka málið upp á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í haust, en þetta sama fjórðungssamband hefur barist fyrir Dýrafjarðargöngunum undanfarin ár.
Ég skil ekki svona, hann nefnir enga ákveðna aðila sem hafi þrýst á hann og þetta er ekki til neins annars fallið en að vekja upp tortryggni manna á milli á svæðinu.
Í dag keppast sveitarstjórnarmenn við að lýsa furðu sinni á þessu uppátæki og Haddi bæjó segir að þetta sé eins og þruma úr heiðskíru lofti og vitnar hann í samtöl við marga sveitarstjórnarmenn á svæðinu.
Hvað gengur samgönguráðherra til? Býr eitthvað að baki?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Á dauða mínum átti ég von!
En því verður ekki neitað að þarna kemur inn maður hokinn af reynslu sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Segist svo hugur að ef Gallas eða Toure verða frá, verði dubbað upp á Silvestre í miðvörðinn.
En þá er eins gott að karlinn haldist við fulla heilsu, hann hefur verið í tómu basli undanfarin tvö tímabil.
Sá fyrsti frá Manchester United til Arsenal í 34 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Nú skil ég..............
Guðmundur: Þetta var stórkostlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar