Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Frábært fyrir íslenskan körfubolta
Þetta eru sannarlega óvænt tíðindi og gleðileg. Trúlega er Jón Arnór með klausu sem segir að hann geti farið til atvinnumannaliðs ef gott boð berist, enda hefur hann sýnt það og sannað að hann getur leikið með þeim bestu í Evrópu. Kannski eru þeir báðir með slíka klausu. Nú fer landsliðið á fullt með þá innanborðs og kannski það veki athygli á þeim.
En fyrst og síðast eru þetta frábærar fréttir fyrir íslenskan körfuknattleik sem er í mikilli framför um þessar mundir. Liðin eru að styrkja sig hvert af öðru og ég hlakka til næsta tímabils.
Hef líka trú á því að mínir menn í Tindastóli verði með sómasamlegt lið sem geti komist í úrslitakeppnina, býst við þeim sterkari í vetur en í fyrra.
Jón Arnór og Jakob til liðs við KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Sýnir eitt umfram annað
......hvað þeir félagar Styrmir og Matthías voru í raun valdamiklir og hafa verið áhrifamiklir í íslenskri stjórnmálasögu. Hafa verið persónulegir ráðgjafar og trúnaðarvinir helstu stjórnmálaforkólfa sérstaklega sjálfstæðisflokksins.
Ég ætla ekki að dæma um þann gjörning að birta þetta aðeins 10 árum eftir að samtölin áttu sér stað, en að mínu mati varpar þetta skýrara ljósi á hlutverk þessara fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins í stjórnmálasögunni.
Svo má líka spyrja sig að því þegar svona náin tengsl við valdamikla stjórnmálamenn eru opinberuð hvort sú kenning að Baugsmálið hafi fæðst inni á ritstjórnarskrifstofu Moggans, eigi við rök að styðjast.
Svavar dregur dagbækur í efa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Hef trú á mínum mönnum í kvöld
Þrátt fyrir að vera án slatta af sterkum leikmönnum, hef ég trú á því að mínir menn standi sig í kvöld. Fullt af ungum og mjög hungruðum leikmönnum koma í staðinn og það getur virkað mjög vel. Leikurinn er á þannig tíma með ensku deildina handa við hornið, að allir vilja sýna Wenger að þeir eigi heima í aðalliðinu í vetur.
Ég hlakka mjög mikið til að sjá miðjuna með þá Denilson og hinn 17 ára Ramsey.
Giska á að byrjunarliðið verði þetta í 4-4-2:
Almunia
Sagna - Djorou - Gallas - Clichy
Eboue (því miður) - Ramsey - Denilson - Vela
van Persie - Adebayor
Þarna eru fjórir sem spiluðu lítið eða ekkert með Arsenal á síðasta tímabili. Framlínan er hins vegar öflug og vörnin ætti á góðum degi að geta haldið aftur af sóknarmönnum Twente.
Arsenal án nokkurra sterkra leikmanna gegn Twente | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 9. ágúst 2008
Á tímum niðurskurðar, sendir RUV útvarpsþátt út beint frá Kína
Var að heyra það í auglýsingu á Rás 2 að þátturinn A-J, sem stjórnað er af tveimur hressum mönnum sem gaman er að hlusta á, verði sendur út beint frá Kína.
Kannski er þetta bara nöldur í manni, en á meðan verið er að segja upp starfsmönnum RUV á svæðisstöðvunum úti á landi, bruðla þeir svona með peningana. Er það bara allt í lagi?
En ég er þá bara nöldrari.
En varðandi handboltalandsliðið þá snýst þetta bara um að hafa gaman af því að vera þarna og njóta þess, þá koma úrslitin oft frekar en að vera að rífa sig upp í einhverja pressu.
Getum unnið hvaða lið sem er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Kominn tími á að snúa sér að íþróttakeppninni
Það er svo sem í lagi í aðdragana Ólympíuleikanna að benda á hluti sem eru í ólagi í Kína en ég tel að nú sé kominn tími til þess að leyfa íþróttamönnunum að taka sviðið og pólitísku þvargi um ástandið í landinu ljúki.
Ég er einn af þeim sem vil ekki blanda saman íþróttakeppni eins og Ólympíuleikum og pólitík og ég sé t.d. ekkert að því að íslenskir ráðamenn verði viðstaddir opnunarathöfnina og sýni þar með Ólympíuleikunum, þessari stórkostlegu og fornu íþróttakeppni og íslensku keppendunum virðingu.
Nú verður sviðið íþróttamannanna og ég vona að athyglin verði óskipt á þeim á meðan leikunum stendur.
För ólympíukyndilsins lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Taktík borgarstjóra gerir hann að leiðinlegasta viðmælanda sem um getur
Ótrúlegt vælið í borgarstjóranum. Ég er búinn að horfa á þetta umrædda viðtal og sannleikurinn er sá að það er borgarstjóri sjálfur sem kemur sér í þessi vandræði sem hann talar um að hann hafi ratað í eða verið kallaður inn á fölskum forsendum.
Hann reynir nefnilega alltaf, með löngum og hundleiðinlegum orðræðum, að tala spyrilinn í kaf og það sem verra er í því, hann fer um víðan völl og ræðir ekki málin sem spurningarnar fjalla um.
Sem dæmi þegar það átti að ræða málefni Ólafar nöfnu hans sem hann sparkaði út úr skipulagsráði, þó hófst upp þvílík einræða hjá manninum um allt aðra hluti um hina frábærlu hluti sem eru að gerast í borginni, en allt annað en málefnið sjálft.
Þetta er einhver taktík sem hann hefur komið sér upp, að ná tökum á viðtölum sem hann fer í með þessum einræðum, hann gerir sér grein fyrir veikleikum sínum að geta ekki svarað spontant spurningum sem skellt er á hann, hann setur skilyrði um málefni sem eigi að ræða og vill hafa alla þræði í hendi sér.
Úr verða langar einræður þar sem spyrillinn reynir að koma inn einni og einni spurningu og reynir að stöðva þetta rugl.
Þetta gerir borgarstjóra að leiðinlegasta viðmælanda sem ég hef séð í Kastljósi í gegn um tíðina.
Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Og menn þurfa að "velta fyrir sér" hvort þeir lækki
Skv frétt á visi.is í morgun eru stóru olíufélögin að velta því fyrir sér hvort þau geti lækkað olíu- og bensínverð hér á landi í dag þrátt fyrir eina mestu lækkun sem sést hefur á olíu í langan tíma.
Ætli þeir hefðu þurft að velta þessu fyrir sér ef tunnan hefði hækkað um 7 dollara í gær?
Held ekki.
En góðu fréttirnar eru þær að þróunin virðist vera sú að eftirspurnin eftir olíu er að minnka og ég get sjálfur persónulega vitnað til um það úr mínum eigin heimilisrekstri.
Engar breytingar á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Málamiðlun innan Sjálfstæðisflokksins ekki ríkisstjórnarinnar
Held að Samfylkingin verði ekki tilbúin í þessa málamiðlun, því þetta myndi fresta því um mörg, mörg ár að þeirra markmið næðust að Ísland sækti um aðild að ES.
Held að þarna sé miklu frekar um að ræða málamiðlun innan Sjálfstæðisflokksins heldur en á milli stjórnarflokkanna.
Er þetta þá ekki þriðja röddin úr ríkisstjórninni um þessi mál?
Evruhugmynd ekki ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Allir alvöru menn eru með lögMENN á sínum snærum
Það dugar sumum ekki að vera með lögMANN, heldur þurfa þeir að vera með lögMENN.
Algengt tungutak hjá fólki sem berst svolítið á í samfélaginu, eins og það sé með hjörð lögmanna í kring um sig.
Ekki með aðgang að skjalageymslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Sjálfstæðismenn gerast ólæsir og þjást af tímaskorti í fríinu!
Það fer um mann einhver kjánahrollur þegar maður stúderar viðbrögð sjálfstæðismanna við grein olnbogabarns þeirra Árna Johnsen um réttarkerfið og það allt.
Menn virðast ekki hafa haft tíma til að lesa greinina í sumarfríinu sínu, svo þétt er dagskráin.
Ég sá grein um daginn eftir Birgi Ármannsson og líklega hefur enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins haft tíma til að lesa hana heldur. Sigurður Kári skrifaði einhverja grein í sumar, sem enginn hefur trúlega heldur haft tíma til að lesa.
Leiðinlegt fyrir þá þingmennina ef þeir hafa ekki einu sinni tíma til að lesa það sem samflokksmenn þeir hafa að segja um þjóðfélagsmálin.
Hvað eru þeir eiginlega að gera í fríinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar