Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 3. nóvember 2006
Þetta með múhameð og fjallið
Já það fór þó ekki svo að maður tæki ekki ákvörðun um að fllytjast búferlum á Krókinn aftur. Við fjölskyldan tókum þessa ákvörðun fyrir tæpum mánuði síðan og það hefur ýmislegt gerst síðan þá enda gerast hlutirnir frekar fljótt hjá okkur þegar ákvarðanir hafa verið teknar. Þetta er eins og með múhameð og fjallið. Fólki fannst erfitt að koma í heimsókn alla leið til okkar, svo við ákváðum að færa okkur nær því. En nánar verður fjallað um þetta í jólabréfinu árlega, sem er jú árlegt þar sem jólin eru bara einu sinni á ári ekki satt? Það leiðir hugann að máltækinu "það eru ekki alltaf jólin". Mikið hlýtur sá maður sem fann þetta upp að vera mikill snillingur. Það er líka hægt að segja; "Það eru ekki alltaf páskarnir", eða "það er ekki alltaf sumarfrí sjáðu". En nóg um það. Uppáhaldsmáltækið mitt er og verður alltaf: "Enginn veit fyrr en allt í einu".
Guðný reið á vaðið og fékk vinnu sem ritstjóri hins magnaða héraðsfréttablaðs Feykis. Þar á að rífa blaðið upp, tengja það betur við síðuna skagafjörður.com, fjölga áskrifendum og gera heilmikið til að hressa upp á þetta fína blað. Og þvílíkt klæðskerasniðið starf fyrir þessa elsku. Þarna fær hún að njóta sín.
Ég hef fengið starf verkefnastjóra hjá Gagnaveitu Skagafjarðar. Við Skagfirðingar erum svo framsýnir að við ætlum að leggja ljósleiðara inn á hvert einasta heimili á Króknum og byggja upp háhraðanettengingar út í dreifbýlinu. Það er einfaldlega talið að sú þjónusta sem hægt er að veita í gegn um háhraðatengingar, auki samkeppnisstöðu sveitarfélagsins á landsvísu og lífsgæði íbúanna. Að ógleymdu atvinnulífinu en fyrir það opnast ýmis möguleikar vegna þessa. En nánar um það síðar.
Við erum búin að festa kaup á húsi á Króknum. Það heitir Sunnuhvoll og er staðsett á Suðurgötu 2. Keyptum það af Balda Kristjáns og Jónu, góðu fólki sem ég hef þekkt lengi. Þetta hús á tvö ár eftir í hundraðið. Það er búið að halda því mjög vel við, búið að klæða það allt að utan og einangra, búið að skipta um þak og glugga, draga í nýtt rafmagn og skipta um hluta lagna út úr húsinu. Glæsilegur pallur er við húsið, sem Baldi hefur dundað sér við að smíða. Mikil listasmíð, með lýsingu og öllu og ekki spillir fyrir að á honum er að finna flottan heitan pott sem við festum kaup á einnig. Ekki spillir fyrir að Siddí amma hans Árna Þórs bjó þarna sem ung stúlka. Siddí var góð kona og mér þótti afar vænt um hana þegar við vorum guttar. Hannes Pétursson skáld, bróðir Siddíar bjó þarna líka. Árni Þór heiðrar þennan frænda sinn með því að hafa ljóð eftir hann ritað í rúðuna í forstofunni hjá sér. Ég ætla hins vegar að fá stofugluggan hjá honum síðar og setja þar ljóð eftir mig.
Krakkarnir eru mjög spennt fyrir þessu. Við kviðum (Eða segir maður "okkur kveið"?? Pabbi leiðréttir þetta þá), talsvert fyrir að segja þeim frá þessu, en viti menn, þau tóku þessu mjög vel og eru gríðarlega spennt. Þeim finnst það jákvætt að komast nær fólkinu okkar fyrir norðan rétt eins og okkur fullorðna fólkinu. Ég veit að þau eiga eftir að aðlagast vel þarna og þau eru þannig í eðli sínu að þau verða fljót að eignast vini.
Þetta er stærsta verkefnið okkar á næstunni og mun nóvembermánuður fara í þessa flutinga frá a-ö. Mætum á svæðið 30. nóvember og fáum afhent 1. desember.
hilsen, pilsen
E.s. Að hætt Bogga vinar míns í kóngsins Köben ætla ég að koma með lag dagsins. Að þessu sinni er það Big in Japan með Alphaville síðan á 80's. Geggjað lag. Sá réttan texta í fyrsta skiptið í gær og hann er býsna víðsfjarri því sem við félagarnir sungum hér í denn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 3. nóvember 2006
Tilraun sjö!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar