Færsluflokkur: Dægurmál

Æi mikið er nú gott........

....að búa bara í sveitinni þar sem maður þarf ekki að hreyfa bílinn dögum saman.
mbl.is Suðurlandavegi lokað á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar Skólahreysti

Ég gaut augunum aðeins á úrslitin í Skólahreysti í gærkvöldi. Snilldar umgjörð og snilldarverkefni hjá (H)Andrési Guðmundssyni og félögum.

Börnin á heimilinu hafa verið límd yfir þessu á skjánum í vetur og hafa sjálf lýst yfir áhuga sínum og löngun að fá að keppa í þessu einn góðan veðurdag. Þar með er búið að vekja áhuga þeirra á því að hugsa vel um líkamann og halda honum í góðu ástandi. Þarna eru jákvæðar og góðar fyrirmyndir, hressir og hraustlegir krakkar og þú þarft ekki að hafa neina sérstaka kunnáttu í hefðbundnum íþróttum til að geta verið með í þessu.

Íþróttakennarar skólanna hafa tekið þessari nýbreytni vel og nú fara fram forkeppnir og skipulagðar æfingar í skólunum fyrir þessa keppni.

Mér finnst þetta frábært í alla staði og Andrés og félagar eiga heiður skilinn fyrir að koma þessari keppni á. Ég býst við að þetta vaxi og dafni í framtíðinni, nú þegar er komin fatalína með Skólahreystisfötum í Hagkaup þannig að markaðsöflin eru komin af stað. Sem er í góðu lagi þar sem þetta vísar í jákvætt og gott verkefni, ekki ósvipað og Latibær.

 

 

 


Stór dagur hjá okkur Skagfirðingum

Það er sannkölluð hátíðarstemning hér á Krók í dag, því í dag var stigið stórt skref í uppbyggingu á atvinnutækifæri sem skiptir okkur miklu máli hér. Markaður fyrir koltrefjar er stór og fer stækkandi og hér hefur verið unnin heilmikil undirbúningsvinna á síðustu 1-2 árum bæði hér á Krók og innan SSNV, sem eru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Aðkoma ríkisins að þessu verkefni er engin, núll, nada og vekur það kannski athygli þegar rætt er um atvinnuuppbyggingu úti á landsbyggðinni.

Nú verður næsta árið nýtt í að safna saman öllum nauðsynlegum upplýsingum um svona starfsemi, markaðurinn skoðaður og kannanir gerðar. Ég er bjartsýnn á að hér verði ákveðið eftir eitt ár að reisa þessa verksmiðju og sterkum rótum þar með skotið undir atvinnulífið okkar hér.

Fleiri spennandi verkefni eru í farvatninu í atvinnuuppbyggingu en ekkert sem óhætt er að segja frá á þessari stundu.

Ég bendi fólki síðan á að á laugardaginn verður aukablaði dreift með Mogganum sem fjallar um Skagafjörð og lífið og tilveruna okkar hér.


mbl.is Undirbúa byggingu koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvísandi fyrirsögn á frétt - Skjóta seli í Ísafjarðarhöfn

Innlent | 15.04.2008 11:23:10

Skjóta seli í Ísafjarðarhöfn

Ísafjörður

Norska selveiðiskipið Havsel er nú í höfninni á Ísafirði en áhöfnin veiðir sel á Vestfjarðamiðum. „Skipið er nýkomið á miðin og mér skilst að þeir séu komnir með áttatíu seli,“ sagði Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði.

Vegna veðurs leitaði skipið til Ísafjarðar en þetta er þriðja árið sem skipið kemur til hafnar á Ísafirði. Selveiðarnar eru þannig framkvæmdar að keyrt er inn í ísinn og mannskapurinn fer út á breiðurnar með riffla og skýtur selina.

Fyrirsögnin segir að þeir séu að skjóta seli í Ísafjarðarhöfn, en að sjálfsögðu eru þeir ekki að því skv. textanum í fréttinni. Eru þetta heiðarleg mistök fréttamannsins eða langaði honum bara að krydda þetta aðeins?


Óþolandi að vita ekki hverjum er hægt að trúa og treysta!!

Staðan í blessuðum efnahagsmálunum er slík í dag að allir þeir aðilar sem koma að þeim málum, tala út og suður um lausnir og leiðir út úr þessum vanda. Stjórnvöld eru háð pólitískum skoðunum og álitaefnum og bankar eru háðir eigin hagsmunum. Mitt á milli þarna stöndum við pöpullinn og vitum vart í hvorn betri fótinn við eigum að stíga.

Fréttir bárust af því að Seðlabankinn ætlaði að liðka til fyrir innstreymi gjaldeyris en svo segir stjórinn sjálfur að bankarnir standi það vel að þeir eigi að geta séð um sig sjálfir.

Davíð með sínum leiftirsnöggu hreyfingum reynir að hræða líftóruna úr almenningi með því að koma með eina svörtustu dómsdagsspá sem ég hef séð um húsnæðismarkaðinn. Greiningardeildir bankanna eru hróplega ósammála, ASÍ er ósammála og pólitíkusar reyna að tala þessa spá niður. Eftir situr almenningur og horfir á Seðlabankann tala eignir þeirra niður. Hvað með þá sem tóku 100% lán fyrir eignum fyrir nokkrum árum. Menn skulda þá miklu meira en þeir eiga á móti.

Samtök atvinnulífsins eru að skoða það í fullri alvöru að taka einhliða upp Evrutengd viðskipti innan sinna raða og eins og ég skil það verður þá til annað peningakerfi. Við þurfum þá hugsanlega að eiga bæði krónur og evrur til að geta stundað einfalda verslun og viðskipti.

Í alvöru gott fólk, þetta er komið út í algjörar öfgar. Það eru allir að róa í sína áttina, þessir aðilar sem eiga að vinna saman að því að koma okkur út úr þessum vandræðum. Evran var komin niður fyrir 113 krónur rétt um daginn, en í dag er hún aftur á uppleið og komin upp í 116 krónur.

Hverjum á maður að trúa og treysta?


Ótrúleg paranoja

Mér finnst ótrúlegt að fólk sé að æsa sig yfir ferð ráðherranna okkar með einkaþotu á þennan NATO fund. Þetta jaðrar við að vera einhver paranoja og æsifréttamennska.

Það sjá það allir sem vilja að slíkir umbrotatímar eru hér á landi þessa dagana að menn funda stíft um stöðu þeirra mála og því verða menn einfaldlega að vera eins fljótir í ferðum og hægt er ef þeir þurfa að bregða sér til útlanda. Þessi NATO fundur er viðburður sem við eigum erindi á, en með því að senda okkar fólk með einkaflugi sparast dýrmætur tími í ferðalög.

Time is money - í þessu tilviki. Held að menn hafi bruðlað mun meira og af mun minni ástæðum en þessum.


mbl.is Ekkert athugavert við einkaþotuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistarastykki rúllað upp af 16 ára kjúklingi

Má bara til með að deila þessu með ykkur. Sannarlega vel farið með frábært lag.

http://www.youtube.com/watch?v=PRQTbitHAp0&NR=1


Sjálfstæðisflokkurinn að einangrast í ESB umræðunni

Sjálfstæðisflokkinn skortir kjark til þess að vilja opna á þá umræðu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þeir afgreiða umræðuna á einfaldan hátt og skýla sér bak við það að það sé ekki á dagskrá að ræða þetta einu sinni. Samtök iðnaðarins voru síðustu stóru heildarsamtökin til að lýsa yfir stuðningi við að aðildarviðræður Íslands og vilji bankanna liggur fyrir. ´

Nýjasta könnunin um þessi mál sýnir síðan að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðildarviðræður og meira að segja naumur meirihluti sjálfstæðismanna.

En á meðan þrýstingur eykst í samfélaginu, þverskallast flokkurinn við og á endanum verður hann orðinn svo eingangraður í sinni afstöðu að það gæti haft áhrif á þeirra mikla fylgi.

Staðan er þessi, við stefnum inn í ESB fyrr eða síðar og ég held að við höfum ekki efni á því að sólunda næstu þremur árum í að tala ekki um að fara í aðildarviðræður. Spurningin er líka sú hvort að Samfylkingin hafi þolinmæði í það, vitandi af þessum aukna þrýstingi í samfélaginu? Við þurfum að gera okkur klár í slíkar viðræður og vinna í því að afla okkar sérmálum stuðnings.

Þá held ég að hér sé stórt tækifæri fyrir Framsóknarflokkinn að marka sér skýrari stefnu og koma sér upp á milli stóru flokkana með ESB málin á oddinum.


Nú skil ég af hverju þeir skerða þjónustuna!

Greyin náðu ekki nema 230 milljón króna hagnaði á síðasta ári og að sjálfsögðu þarf að bregðast við því á viðeigandi máta. Láta þessar fáu hræður á Barðaströndinni ekki fá póstinn sinn nema þrisvar í viku.

Ég meina við hljótum að sjá fram á töluvert meiri hagnað á þessu ári.


mbl.is Hagnaður Íslandspósts 230 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta púslið í meistaraliði?

Erfitt að segja.

Cassell er að komast á síðasta snúning en vill gjarnan eiga þess kost að vinna einn meistaratitil að lokum en fyrir hefur hann tvo hringa frá Houston Rockets hér um árið.

En hvað þýðir þetta fyrir Celtics? Einfaldlega það að í Cassell finna þeir mann sem hefur gríðarlega reynslu og getur miðlað af henni til Rajon Rondo aðalleikstjórnanda Celtics og stýrt liðinu á örlagatímum í úrslitakeppninni.

Ég sé Rondo ekki fara á bekkinn þrátt fyrir þetta, en eflaust mun mínútunum hans fækka eitthvað og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem þörf er á reynslu til að klára leikina.

En Cassell þarf að sætta sig við það að verða varaskeifa sem slík að mínu mati áður en hann ákveður að ganga til liðs við stórveldið. Það væri rangt af Doc að taka hann algjörlega framyfir Rondo því hann er framtíðarmaður í liðinu.

En ég verð ánægður með þessa ráðstöfun gangi hún eftir og tel að Celtics verði sterkara eftir og eigi meiri möguleika á að sigra Austurdeildina og komast í úrslitaeinvígið.

Allt er vænt sem vel er grænt!!

#33


mbl.is Cassell til Boston Celtics?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband