Stór dagur hjá okkur Skagfirðingum

Það er sannkölluð hátíðarstemning hér á Krók í dag, því í dag var stigið stórt skref í uppbyggingu á atvinnutækifæri sem skiptir okkur miklu máli hér. Markaður fyrir koltrefjar er stór og fer stækkandi og hér hefur verið unnin heilmikil undirbúningsvinna á síðustu 1-2 árum bæði hér á Krók og innan SSNV, sem eru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Aðkoma ríkisins að þessu verkefni er engin, núll, nada og vekur það kannski athygli þegar rætt er um atvinnuuppbyggingu úti á landsbyggðinni.

Nú verður næsta árið nýtt í að safna saman öllum nauðsynlegum upplýsingum um svona starfsemi, markaðurinn skoðaður og kannanir gerðar. Ég er bjartsýnn á að hér verði ákveðið eftir eitt ár að reisa þessa verksmiðju og sterkum rótum þar með skotið undir atvinnulífið okkar hér.

Fleiri spennandi verkefni eru í farvatninu í atvinnuuppbyggingu en ekkert sem óhætt er að segja frá á þessari stundu.

Ég bendi fólki síðan á að á laugardaginn verður aukablaði dreift með Mogganum sem fjallar um Skagafjörð og lífið og tilveruna okkar hér.


mbl.is Undirbúa byggingu koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband