Körfuboltablogg

Fyrst að formaður KKÍ er nú orðinn að bloggvini hjá mér, sómapilturinn Hannes Sigurbjörn Jónsson, er kominn tími á körfuboltablogg.

Fyrst að úrslitakeppnunum.

Óvænt úrslit í gær hjá stelpunum þar sem ÍS náði að sigra Hauka, aðeins annar tapleikur Haukanna í vetur. Hef þó trú á að Haukarnir klári þetta á sínum heimavelli, en þó skulum við ekki afskrifa ÍS-liðið sem hefur mikla breidd. Hinum megin held ég að Keflavík klári dæmið og við fáum tvö bestu kvennalið landsins í úrslitaslagnum.

Ég spái því að Njarðvíkingar klári Grindavík 3-1, þeir eru einfaldlega með besta liðið að mínu mati, ótrúlega gott jafnvægi í sóknarleiknum sama á hvaða stöðu er litið og oft tveir góðir um hverja stöðu. Grindvíkingar gengu í endurnýjun lífdaga eftir að Clemmons fór og þá virðist liðsheildin hafa smollið. Vandamál þeirra er undir körfunni hvort sem um er að ræða í sókn eða vörn og á móti Njarðvík er það of stór veikleiki til að brúa að mínu mati.

KR-Snæfells-serían er hins vegar mun áhugaverðari. Þar eigast við tvö góð varnarlið og kemur skorið ekki til með að verða mjög hátt í þessum leikjum. Það er mín tilfinning að þetta fari í oddaleik í Vesturbænum en sú hugsun læðist þó að mér að Snæfell eigi eftir að stela sigri í Vesturbænum, hvort sem það verður í oddaleiknum eða þeim þriðja. Síðan er það efni í annan pistil hvort KR eða Snæfell eigi meira í Njarðvík, hann kannski kemur síðar.

En að öðrum málum innan körfuboltans.

Á Íslandi eigum við fjölda frambærilegra körfuknattleiksþjálfara. Vandamálið er hins vegar það að fáir af þeim gefa sig í þjálfunina sem career. Það er stórt vandamál að mínu mati. Ég er því talsmaður þess að félög ráði til sín erlenda þjálfara, sem reynslu hafa af þjálfun fullorðinna og ekki síður barna- og unglinga. Við höfum gott af því að fá ferskt blóð inn í okkar faglega starf og sjá hvað góðir þjálfarar í Evrópu eru að gera. En til þess að hægt sé að búa til fullt starf fyrir þá verða þeir að þjálfa meistaraflokk og alla vega tvo yngri flokka og halda síðan utan um starf annarra þjálfara og aðstoða þá í sínum störfum.

Í gegn um mín persónulegu sambönd hef ég komist í samband við þrjá þjálfara sem hafa áhuga á því að skoða möguleikana á því að koma til Íslands og þjálfa. Þetta eru allt saman reyndir þjálfarar, einn makedónskur sem hefur reynslu af unglinga- og meistaraflokksþjálfun auk alþjóðlegrar reynslu í landsliðsprógrammi þeirra Makedóna. Annar er frá Finnlandi, hann er mjög reyndur einnig af þjálfun á öllum stigum og sá þriðji er bandarískur sem hefur reynslu af þjálfun í Evrópu. Ég ætla að reyna að koma þessum köllum hér að fyrir næsta tímabil. Ég fer ekki að koma mönnum á framfæri nema vera klár á því að þeir hafi eitthvað fram að færa sem nýst getur okkur hér á Íslandi.

En það er tvennt sem við þurfum hér í körfuboltanum á Íslandi, að koma karlaliðinu okkar upp í A-deild landsliða og fá meiri umfjöllun í sjónvarpi. Hvort tveggja held ég að sé raunhæft, en því mður þarf meiri pening í það og landsliðsþjálfara í fullt starf til að svo megi verða. Ég vona innilega að það takist að finna öflugan styrktaraðila sem greitt gæti laun landsliðsþjálfara í alla vega 3-4 ár, því hann gæti gert alveg frábæra hluti, ekki bara fyrir landsliðið heldur einnig í öðrum verkefnum fyrir körfuknattleikssambandið. Við þurfum á þessu að halda. Hann þarf að geta farið á milli félaganna, verið í góðu sambandi við þau, heimsótt þau í 1-2 daga í senn og fylgst með æfingum og gefið góð ráð. Það er draumastaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Sigurbjörn Jónsson

Þetta eru góðar pæingar hjá þér Kalli með þjálfunina og að hafa landsliðsþjálfara í fullu starfi er að sjálfsögðu draumur okkar allra. Það er mikil vinna í gangi hjá okkur að fá fleiri samstarfsaðila til liðs við KKÍ og vonandi tekst þetta allt saman á endanum en allt tekur þetta tíma og þolinmæði.  

Varðandi þjálfunn almennt þá þurfum við einnig að spýta í lófana með menntun þjálfara og á formannafundi KKÍ núna í mars þá rædddi ég það við þyrftum að huga betur að þjálfunnni almennt  og við hjá KKÍ munum gera meir núna en verið hefur í þjáfaramenntun og erum að vinna að því mál.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, 26.3.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

þetta get ég tekið undir. Þar sem við erum svo heppinn að hafa fengið einn af þessum mönnum sem þú hefur komist í kynni við. Hann hefur aðeins verið hér í nokkra mánuði og framfarirnar eru mjög sýnilegar. Honum hefur verið boðinn 3ja ára samningur og það á eftir að skipta öllu máli fyrir okkur.

Ingólfur H Þorleifsson, 27.3.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 771

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband