Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Kirkjutorgið á Sauðárkróki
Eftir að hafa flutt hingað á Krókinn aftur og haft Kirkjutorgið fyrir framan mig daglega hef ég velt því fyrir mér hvort ekki væri hægt að taka torgið svolítið í gegn og gera það að fallegu samkomu- og útivistartorgi fyrir okkur íbúana. Á Ísafirði er slíkt torg sem heitir Silfurtorg og fyllist það af fólki á góðviðrisdögum sem situr þar og maular bakkelsi úr bakaríinu eða ís úr sjoppunni. Torgið er einnig notað fyrir samkomur ýmiskonar og þar er jólatréð sett upp líkt og á Kirkjutorginu hér.
Það er mjög mikilvægt að mínu mati, að við höldum gamla miðbænum við, glæðum hann meira lífi og alvöru miðbæjartorg gæti verið í forgrunni þess verks.
Ég hef heyrt því fleygt að Íslandspóstur muni flytja sína starfsemi úr pósthúsinu en ég hef þó ekki fengið það staðfest. Ef og þegar það verður að veruleika skapast stórkostlegt tækifæri til að endurhanna torgið og búa þar til alvöru miðbæjartorg.
Það er hægt að gera með þessum aðgerðum:
- Loka torginu fyrir umferð.
- Minnka græna svæðið í miðjunni og helluleggja alveg að Aðalgötunni og að lóðum þeirra húsa sem standa við torgið.
- Setja upp fallega bekki og borð sem auðvelt væri að færa til þegar samkomur væru haldnar á torginu.
- Setja snyrtilega vörn, handrið eða eitthvað slíkt, meðfram torginu við Aðalgötuna til að auka öryggi fólks gagnvart bílaumferð og jafnvel setja upp hraðahindranir.
Síðan sé ég fyrir mér kaffihús í pósthúsinu og jafnvel pylsu- og ísvagn í horninu milli þess og Miklagarðs.
Húsin við Kirkjutorgið afmarka það á skemmtilegan hátt og með góðu viðhaldi á þeim húsum getur þarna orðið til mjög falleg torgmynd sem við getum orðið stolt af.
En orð eru til alls fyrst.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott hjá þér Kalli að reyna að breyta Króknum í Ísafjörð
Ingólfur H Þorleifsson, 26.4.2007 kl. 17:53
Maður tekur alltaf eitthvað gott með sér þegar maður flytur á milli staða
Karl Jónsson, 27.4.2007 kl. 12:37
Gott hjá þér Kalli að opna á þessa nauðsynlegu umræðu. Ég er sammála þér í þessu og reyndar er þetta ekki eina svæðið sem þarf nauðsynlega andlitslyftingu. Gallinn er sá að það er gríðardýrt að lagfæra svona svæði og peningar eru ekki eitthvað sem sveitarfélagið á mikið af. Kannske KS geti hlaupið undir bagga! Hitt er svo annað mál að það væri tilvalið að henda þökum á sum af þeim malarplönum sem eru á víð og dreif í gamla bænum. Þau eru óþolandi uppsprettur ryks og drullu.
Unnar Rafn Ingvarsson, 27.4.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.