Ævintýrin gerast enn!

Í aðeins þriðja skiptið í sögu NBA gerðist það í nótt að liðið í 8. sæti í úrslitakeppninni sló liðið í efsta sætinu út. Dallas, sem fyrir úrslitakeppnina var talið eiga sigurinn vísan, enda með besta árangurinn í allri NBA deildilnni, lutu í parket fyrir sínum gamla lærimeistara Don Nelson sem þjálfar nú Golden State. Sannarlega ein óvæntustu úrslitin í sögu úrslitakeppninnar.

Ég man eftir því þegar Denver Nuggets lagði Seattle Supersonics í sömu kringumstæðum að mig minnir 1994. Síðasti leikur þeirra var hreint frábær skemmtun og einn af eftirminnilegri körfuboltaleikjum sem ég hef séð. Bendi á myndbrot og upprifjun á þessum magnaða leik hér. Í þessu liði Denver voru þeir í aðalhlutverki Dikembe Mutombo, LaPhonso Ellis og Brian Williams sem var hreint frábær í þessum leik. Helstu hetjur Seattle á þessum tíma voru Gary Payton, Shawn Kemp (ekkert skyldur Stebba Kemp) og Kendal Gill. Skora á ykkur að skoða þetta myndbrot.

Spái því að mikill fögnuður hafi gripið um sig á götum Kaupmannahafnar í nótt, þar sem vinur minn Björgvin Reynisson hlýtur að hafa gengið af göflunum. Hann fyrirgefur seint stjórnendum Golden State sem á sínum tíma köstuðu frá sér hverjum snillingnum á fætur öðrum.


mbl.is NBA: Golden State Warriors slógu Dallas út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta gerðist einnig árið 1999 þegar New York, sem áttunda liðið,  sló út efsta liðið (Miami, að ég held). En ég vil meina að afrek Golden Sate sé ennþá betra þar sem nú þarf að vinna fjóra leiki í stað þrjá s.br. við fyrri skiptin.

Annars hefur Golden State verið misvitur í leikmanna málum síðustu árin. T.d. fyrir 2-3 árum fékk Adonal Foyle vægast sagt feitan samning (8-10 milj. dollara á ári) þrátt fyrir að hafa lítið getað árin áður. Í vetur spilaði hann að meðaltali 10 mín. og skoraði í þeim leikum 2,2 stig.

Ólafur Guðmundsson, 4.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband