Norðurland á að vera eitt kjördæmi

Þessi kjördæmaskipan finnst mér arfavitlaus. Manni finnst að hagsmunir landssvæða eigi að ráða mestu í skiptingu kjördæma úti á landi, því atkvæðavægi og fleiri tæknilegar útfærslur er alltaf hægt að sansa til.

Samgöngur og samgangur á að vera eitthvað sem býr til kjördæmi. Ef við lítum á samgöngur þá eiga Vestlendingar og Vestfirðinga miklu meiri sameiginlegra hagsmuna að gæta en Vestfirðingar og Norðvestlendingar. Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum koma til með að aka í gegn um Hólmavík, eftir Tröllatunguvegi og yfir í Dalina á leið sinni til Reykjavíkur innan fárra ára. Suðurfirðingar taka annað hvort Baldur yfir Breiðafjörð eða aka landveginn í gegn um Dalina á leið sinni suður. Með þessu móti tengjast þessi tvö byggðarlög í nútíð og framtíð og samgangur milli Vestfirðinga og Vestlendinga á eftir að aukast með þessu móti.

Akureyri er skilgreind sem byggðakjarni sem ber að styrkja skv. byggðaátælunum. Gott og vel. Norðvestlendingar og Þingeyingar eiga að eiga sinn þátt í þeirri uppbyggingu með því að sækja þangað vörur og þjónustu sem ekki er að finna á heimavelli. Með norðurkjördæmi yrði Akureyri miðpunkturinn í því kjördæmi og norðlendingar gætu þá sameinast um hann sem höfuðstað norðurlands beggja vegna hans.

Burt með þessa kjördæmaskipan sem fyrst, stokkum hana upp og setjum landsvæði saman í kjördæmi sem sameiginlegra hagsmuna eiga að gæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

það getur ekki verið að ég sé þér sammála Karl Jónsson en hvernig skyldi það hafa komið út þegar þú tókst prófið um það hvar þú í raun og veru standir í pólitík

Guðný Jóhannesdóttir, 8.5.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Unnar Rafn Ingvarsson

Ekkert rugl. Gerum landið að einu kjördæmi, því fyrr því betra.

Unnar Rafn Ingvarsson, 8.5.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband