Valgerður búin að tapa kosningunum í hjarta sínu

Yfirlýsing Valgerðar um að Framsóknarflokkurinn fari ekki í ríkisstjórn verði kjörfylgið með þeim hætti sem skoðanakannanir lýsa þessa dagana, hefur vakið nokkra athygli. Ekki verða svona úrslit gott veganesti fyrir nýja formanninn að taka með sér í flokksstarfið eftir kosningar.

Ég held að Valgerður sé búin í hjarta sínu að tapa kosningunum og sætta sig við dapra niðurstöðu því hún er með plan. Hún getur þá með góðri samvisku gagnrýnt núverandi forystu flokksins og hrundið af stað hallarbyltingu. Þar ætlar hún sér veglegan sess hef ég trú á. Hún er farin að hugsa um lífið eftir kosningar. Það væri erfiðara að gera hallarbyltingu ef flokkurinn væri í ríkisstjórn og honum mikið í mun að halda andlitinu þar.

En ef Framsóknarflokkurinn ætlar einhvern tímann að ná sínu "gamla og góða" fylgi, verða þeir að endurnýja kynni sín við grasrótina í flokknum sem þeir hafa yfirgefið og traðkað á undanfarin ár. Hvort Valgerður sé rétta manneskjan í það skal ósagt látið, en ég er viss um að hún gerir atlögu að flokksforystunni verði niðurstaðan slök.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 765

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband