Fimmtudagur, 10. maí 2007
Fjarnám - þvílík snilld, prófdagur í dag
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna mína og bíð eftir að próf í áfanganum Rekstur smáfyrirtækja hefjist í Háskólanum á Hólum. Það opnar á netinu kl. 09.00 og verður opið til kl. 10.30.
Fyrir þá sem ekki vita þá stunda ég fjarnám í ferðamálafræði vði Háskólann á Hólum. Ég var í nokkur árin búinn að leita fyrir mér að námi sem gæti hentað mér, bæði mínu áhugasviði og því daglega lífi sem ég lifi í dag. Ég datt síðan niður á þetta nám í fyrra og skráði mig til leiks í haust og sé ekki eftir því. Ég er mikill áhugamaður um ferðaþjónustu, vann um árabil á Hótel Stykkishólmi og fannst það mjög skemmtilegt. Ég hef hug á því að fara út í sjálfstæðan rekstur einn góða veðurdag og þá er alveg ljóst að þetta nám kemur til með að styðja mig vel í því.
Hægt er að taka fyrsta árið í fjarnámi og eftir að því er lokið getur maður útskrifast með svokallaða diplomagráðu. Hún gefur mér t.d. réttindi staðarvarðar, hefi ég áhuga á því. En ég þarf að taka verknám líka og stefni á að gera það næsta sumar.
Námið er mjög hagnýtt. Mér býðst í diplomanáminu að taka t.d. kúrs í bókhaldi, rekstri smáfyrirtækja, markaðsfræði og allt yfir í göngustígagerð. Síðan skipar umhverfisfærði veglegan sess í málinu og þar fær maður að kynnast málefnum umhverfisins og lærum um skipulag ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Ég mæli hiklaust með þessu námi, það er vel skipulagt og vel fram sett fyrir okkur fjarnema og með skipulagningu gengur þetta allt upp með fullri vinnu og stóu heimili. Nánari upplýsingar má sjá hér.
En nú ætla ég að hella meira kaffi í bollann, setja mig í stellingar og skella mér í prófið.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tu tu Kalli þú rúllar þessu upp
Stína (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 10:00
Upp með sokkana Kalli! Ferðamálin eignast án efa öflugan liðsmann í þér.
Sólmundur Friðriksson, 10.5.2007 kl. 10:24
Takk fyrir stuðninginn, þetta er afstaðið og gekk að ég held bara nokkuð vel
Karl Jónsson, 10.5.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.