Getið til um ráðherraefni og ráðuneytaskiptingu

Nú verður gaman að sjá hvernig ráðherralistinn lítur út.

Hjá Samfylkingu lít ég á þessi sem örugg um ráðherrastóla: Ingibjörg Sólrún, Össur, Jóhanna Sig og Ágúst Ólafur. Ég tippa síðan á Þórunni Sveinbjarnar og Kristján Möller, sem er eini landsbyggðarmaðurinn sem að mínu mati á raunhæfa möguleika á ráðherraembætti. Ég tel varhugavert að Ingibjörg Sólrún fari í utanríkisráðherrann, því það er ekki gott að vera flokksleiðtogi í ríkisstjórn og vera mikið í burtu.

Hjá Sjálfstæðisflokknum er mun erfiðara að spá fyrir um ráðherra. Þó eru þessi þrjú örugg að mínu mati: Geir Haarde, Þorgerður Katrín, Árni Mathiesen. Síðan held ég að önnur kona komi inn og þar stendur valið á milli Ástu Möller og Arnbjargar Sveinsdóttur. Það er mikið af nýjum konum í þingmannaliði Sjálfstæðismanna og ég held að þessar með reynslu verði teknar framyfir.

Geir stendur síðan frammi fyrir því að yngja upp í ráðherraliði sínu og hefur þar all marga kosti. Bjarni Ben er mjög líklegur sem ráðherraefni. Guðlaugur Þór gæti átt þar von en ég hef þó ekki trú á að hans tími sé kominn. En síðan gæti Geir gefið Sturlu og Birni Bjarnasyni tækifæri til að gegna ráðherraembætti í tvö ár og þá komi Bjarni og Guðlaugur Þór inn. En ég er frekar á móti slíkum tilhögunum, tel það farsælla að tefla fram ráðherrum til frambúðar. Ég held að Einar Kristinn verði áfram sjávarútvegsráðherra.

Ég ætla að tippa á þessa ráðherra hjá Sjálfstæðismönnum; Geir, Þorgerður Katrín, Árni M, Arnbjörg Sveins, Bjarni Ben og Einar Kristinn. Sturla verður þá forseti þingsins, sem er embætti stjórnmálamanna á útleið. En þó gæti eins og ég sagði áður komið til hrókeringa eftir tvö ár og þeir Sturla og Björn Bj fengju að sitja fyrri helming kjörtímabilsins.

En vandi er um slíkt að spá.

En hvað um skiptingu ráðuneyta. Ég held að aðeins verði gerð ein breyting og hún er sú að heilbrigðisráðuneytið fari til Sjálfstæðismanna og samgönguráðuneytið yfir til Samfylkingar. Þá lítur listinn svona út og ég leyfi mér að geta mér til um hvaða ráðherrar verða í hvaða stólum:

Sjálfstæðisflokkur: Forsætisráðherra Geir Haarde, Heilbrigðisráðherra Þorgerður Katrín, Fjármálaráðherra Árni Matt, Dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson, Sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn, Menntamálaráðherra Arnbjörg Sveinsdóttir.

Samfylking: Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ingibjörg Sólrún, Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir, Félagsmálaráðherra Jóhanna Sig, Samgönguráðherra Kristján Möller og Landbúnaðarráðherra Ágúst Ólafur.

En þetta er bara svona upp á djókið og kannski og trúlega verð ég way off.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að Íslenskar getraunir fari ekki að koma með pólitík á Lengjuna.. ja eða Betson.

Stefán Friðrik (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Hehehe, ég var nákvæmlega að blogga um þetta sem Stefán Friðrik segir.

Afhverju sá Pétur Hrafn ekki pening í þessu?

Verð að bögga hann á því.

En Kalli, ætla rétt að vona að malbiksbarn úr Reykjavík verði ekki landbúnaðarráðherra.

Rúnar Birgir Gíslason, 22.5.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband