Ríkisstjórnin klár

Jæja þá hefur ráðherralistinn litið dagsins ljós í nýju ríkisstjórninni. Ég hef miklar væntingar til þessarar stjórnar, sérstaklega hvað varðar áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins, byggðamál og velferðarmál.

Ég var mjög nálægt ráðherralista Samfylkingarinnar í getgátum mínum í gær. Eina villan sem ég gerði var að setja Ágúst Ólaf inn sem ráðherra en ekki Björgvin G. Ég varð dálítið hissa á því, en samt sem áður kaupi ég þær röksemdir að fyrst formaðurinn er kominn í ráðherrastól, þurfi aðrir að sinna flokknum og innra starfi hans og þá er eflaust gott ef varaformaðurinn geti axlað þá ábyrgð.

Arnbjörg Sveins og Bjarni Ben eru ekki ráðherrar eins og ég gat mér til um, en Guðlaugur Þór og Björn Bjarna eru þarna og varla hægt annað en setja þann síðarnefnda inn í ríkisstjórnina eftir Baugsauglýsingarnar frægu, þannig hefur Geir alla vega litið á málin og það er í raun þannig að svona áróður auðvaldsins má ekki hafa áhrif á gang stjórnmálanna hvaða skoðum menn hafa svo sem á viðkomandi persónum.

Hlutur kvenna ansi rýr í Sjálfstæðisflokknum og þeir hefðu getað gert betur þar. Dáltíið fyndin yfirlýsing formanns sjálfstæðiskvenna um að formennska í þingflokknum sé ígildi ráðherrastóls. Þvílíkt bull og fólk gengur ansi langt að breiða yfir svona mál.

En nú er bara að sjá sáttmálann og hvað þessi stjórn ætlar að gera á kjörtímabilinu. Ætlar hún að gjörbylta landbúnaðarmálunum í átt til meira frjálsræðis og þá ekki síst fyrir okkur neytendur? Fróðlegt að sjá það, sem og aðgerðir í byggðamálum og í málefnum aldraðra og öryrkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband