Breytt mataræði gerir kraftaverk

Ég tók mig á um daginn og breytti mataræði mínu. Breytingin er ótrúleg.

Ég fór í fyrsta lagi að borða eins og maður. Mér þykir matur góður og ég ólst upp við að borða mikið. Enda var það þannig að á mínum íþróttaferli var maður í toppformi allt árið og gat étið eins og maður vildi.

En síðan lauk ferlinum 1997 og ég hef verið upp og niður í þyngd á þessum tíma, reynt ýmsar lausnir, töfralausnir, en alltaf  lent í sama farinu aftur.

Ég sá að við svo var ekki búið. Það eru þrjár vikur síðan að ég fór í þetta átak. Ég er líka svo heppinn eða eiga yndislega konu sem styður mig heilshugar í þessu og leggur upp matseðlana með mér. Aðferðin er einföld:

*  Ég skammta mér mat og borða ekkert meira.

*  Ég sneiði hjá harðri fitu, sykri og hefðbundnu brauði. Einnig gosi og nammi.

Ég er hættur að tína af diskum annarra fjölskyldumeðlima þegar ég er búinn af mínum.

*  Ég hef aukið grænmeti og ávexti í fæðuvali mínu.

*  Ég keypti mér digital vikt og nú vikta ég mig kvölds og morgna og skrái niður þyngd mína. Það er besta aðhald sem ég get hugsað mér.

Fyrir vikið hefur magamál mitt minnkað, ég þarf minna til að verða saddur, en það sem komið hefur mér skemmtilega á óvart er hversu orkumeiri ég er. Áður var oft einhverskonar slen yfir mér þegar ég kom heim úr vinnunni, en núna hugsa ég um allt það sem ég ætla að gera heima eftir vinnu.

Og það besta er að bara með þessu, ekki með neinum töfralausnum eða einhverri megabrennslu, hef ég lést um ein 8 kíló og still going down!! Takmark mitt er að léttast um 12 kíló í þessari atrennu og setja mér svo ný markmið.

Mæli með þessu..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar og Gurrý!

Frábært, gangi þér vel með framhaldið, maður gæti loksins komið í heimsókn og fengið eitthvað að borða.

Brynjar og Gurrý!, 24.5.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Karl Jónsson

Það hefði hvort sem er bara gras verið borið á borð handa þér

Karl Jónsson, 25.5.2007 kl. 08:43

3 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Ég hef mestar áhyggjur af því hvað gerist þegar ég fer að borða ein af mínum disk

En átakið hefur góð áhrif á mig líka nema í augnablikinu takk fyrir snúðinn snúður

Guðný Jóhannesdóttir, 25.5.2007 kl. 10:10

4 identicon

Fundinn!! Datt inn á "Kallinn" fyrir netta tilviljun. Gaman að sjá að þú ert alveg sprelllifandi og alltaf í átaki .  Reyni að fylgast með blogginu þínu í framtíðinni.

Ble ble

Sóla

Sóla (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 15:51

5 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Way to go Kalli! Þetta með orkuna er einfalt að mínu mati - það fer svo mikil orka í að melta of mikið af mat og þá upplifir maður þetta orkuleysi. En best að spara heilræðin þangað til maður er sjálfur farinn að sjá tveggja stafa töluna á vigtinni - gangi þér vel með þetta!

Sólmundur Friðriksson, 25.5.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Gangi þér vel í átakinu, ég ætti að taka þig mér til fyrirmyndar... er búinn að vera lengi á leiðinni í meiri hreyfingu, minna át og kaup á stafrænni vog. Lærði hjá sérfræðingi hér um árið að best sé að vigta sig aðeins einu sinni í viku, alltaf við sömu aðstæður á sama tíma...

Jón Þór Bjarnason, 29.5.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband