Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Skynsöm afstaða bæjarstjórans til olíuhreinsunarstöðvar
Í frétt á bb.is er að finna tilvitnanir í bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar vegna málefna olíuhreinsunarstöðvar. Hann segir þar að hann styðji byggingu stöðvar á Vestfjörðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fyrir mig opnaði þetta sýn. Ég hafði ekki hugmynd hverju ég átti von á. Nú hef ég séð hvernig þessar verksmiðjur líta út og hvernig byggðin er nálægt þeim, bæði í Rotterdam og Leipzig. Ég fór út með því hugarfari að hugsanlega kæmi ég til baka og segði nei takk. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum. Ég hélt að þetta væri sóðalegt og maður sæi olíu einhvers staðar. Þetta minnir meira á orkuverið í Svartsengi, sagði Halldór.
Um staðarval segir hann þetta: "Það skiptir ekki máli hvort hún verði þá reist í Ísafjarðarbæ eða Vesturbyggð. Ég hef engan áhuga á að fara í reiptog um það því störfin munu verða til á öllu svæðinu".
Þetta er skynsamleg afstaða, landrými er ekki mjög mikið fyrir verksmiðju af þessari stærðargráðu fyrir vestan og því mega menn ekki fara að togast á um staðarvalið og láta það eyðileggja þennan möguleika. Þegar upp verður staðið verður það fyrirtækið sjálft sem ákveður hvar byggja skuli hreinsunarstöðina upp og þá ákvörðun taka þeir að undangengnum miklum rannsóknum. Hvort að sveitarstjórnarmenn á sitt hvorum endanum leggja fram ákveðnar lóðir og staðsetningar til að skoða betur er síðan annað mál, en allt þarf þetta að vinnast í sátt.
Staðsetning miðsvæðis á milli norður- og suðursvæðanna hlýtur að vera ákjósanleg, þá verða bæði atvinnusvæðin í jöfnum tengslum við starfsemina. En með bættum samgöngum hins vegar, munu þessi svæði sameinast í eitt atvinnusvæði og með boðuðum flýtiframkvæmdum í samgöngumálum getur það orðið að veruleika um svipað leyti og olíuhreinsunarstöð tæki til starfa.
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ er jákvæður á þessa hugmynd og hann getur ekki verið annað því þarna er mögulega komin framtíðarlausn af atvinnuvandamálum Vestfirðinga þar sem útgerð og fiskvinnsla hefur verið að dragast saman og gerir það í fyrirsjáanlegri framtíð. Eigi Vestfirðir að þrífast, þarf öflug grunnatvinnustarfsemi að koma í staðinn og þegar um er að ræða allt að 500 störfum geta menn ekki annað en skoðað það alvarlega og það sýnist mér menn vera að gera.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Kalli!
Sammála þér í öllu sem þú varst að segja. Þetta dæmi mun flýta fyrir því að svæðið verður loksins eitt atvinnusvæði sem er ótrúlega mikilvægt eins og við höfum oft talað um. Hef fengið góðar upplýsingar um þessar stöðvar og þær hljóma mjög vel.
Kveðja,
Brynjar.
Brynjar og Gurrý!, 12.7.2007 kl. 11:40
En pældu í því ef þessar vegbætur hefðu komið fyrir 5-10 árum síðan? Þá væri nú önnur staða þarna. Þetta höfum við vissulega margoft skeggrætt síðustu árin.
En vonandi gengur þetta allt í gegn.
Karl Jónsson, 12.7.2007 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.