Mánudagur, 16. júlí 2007
Líflegur stjórnmálamaður fallinn frá
Það var einhvern veginn þannig að maður lagði alltaf við hlustir þegar Einar Oddur tjáði sig um málefni líðandi stundar. Það eru því miður all margir stjórnmálamenn sem hreyfa akkúrat ekkert við manni, en Einar Oddur var sannarlega ekki einn af þeim.
Hann var rökfastur, samkvæmur sjálfum sér og hafði sjálfstæðar skoðanir á málunum og kom þeim á framfæri.
Pabbi og hann þekktust síðan í verkalýðsbaráttunni hér í denn. Báru mikla virðingu hvor fyrir öðrum, það var greinilegt á máli þeirra beggja.
Ég minnist þess þegar ég var að vinna á Hótel Stykkishólmi að mig minnir sumarið 2002, en þá hélt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þingflokksfund í Stykkishólmi. Einar Oddur og Sigrún Gerða dvöldu þar á hótelinu eins og aðrir, en voru nokkra daga í viðbót þar sem framundan var norrænn þingmannafundur sem einnig var haldinn á hótelinu. Einar Oddur var tíður gestur í lobbýinu hjá mér og við tókum oft tal sama. Eitt sinn var hann að rifja upp samskipti hans og pabba, segja sögur úr samningaviðræðum fyrri ára, þó sér í lagi í kring um þjóðarsáttarsamningana. Ég spurði hann að því hvort að þeir hefðu ekki tekist hart á? "Kalli minn, við tókumst ekki á, við sömdum", sagði hann þá og bætti við að menn hefðu lagt sig fram um að finna lausnir, ekki deila.
Einar Oddur var ötull talsmaður Vestfjarða, vestfirðingar áttu þar hauk í horni og hann lagði sig fram um að halda umræðunni um vanda svæðisins á lofti, en var samt laus við slagorðapólitík og popúlisma í málflutningi sínum.
Það er sjónarsviptir af honum karlinum og ég votta Sigrúnu Gerðu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.