Allur fjandinn

Það er fátt markvert í umræðunni þessa dagana. Fjölmiðlar velta sér upp úr málefnum sem þeir annars myndu ekki gera, en gúrkutíðin fræga ríður nú yfir og fátt svona sem gleður eyrað að ráði.

Ingibjörg Sólrún hefur farið hamförum í Palestínu og Ísrael og ekki annað að heyra á henni en að hún og við íslendingar séum hreinlega lykilinn að lausn þessarar djúpstæðu og flóknu deilu. Annars er ég nú sammála henni í því að líklega eru Bandaríkjamenn eitt stærsta vandamálið þarna niður frá.

Þetta leiðindalið í Saving Iceland, heldur áfram að setja sjálft sig og annað fólk í hættu. Með þvílíkt hallærislegum mótmælaaðgerðum. Þegar fólk getur ekki tjáð sig svo skiljist, eða vantar hæfileikana til þess, verður það jú að grípa til annarra ráða til að vekja athygli á málstað sínum. En það eina sem þetta gerir er að pirra hinn almenna borgara og manni finnst þetta vera hálf hallærislegt allt saman.

Jú bíddu, Árni Johnsen gefur nú ekki mikið fyrir þessa verkfræðivitleysinga sem gerðu skýrsluna um Eyjagöngin. Lætur þá heyra það í blöðunum í dag. Árni fékk pólitíska endurfæðingu út á þetta mál og slæmt fyrir karlinn að fá svona raunsæja skýrslu í andlitið.

Menn tala mikið um hátt verð á enska boltanum. Ég var að greiða um 2.200 krónur fyrir hann síðasta vetur án þess að þurfa að hengja mig á neitt annað prógramm hjá sama aðila. En nú ber svo við að ef maður ætlar að fá sér stakan mánuð kostar hann 4.300 krónur. En við erum áskrifendur að Stöð 2 og því fáum við boltann á 2.700 eða þar um bil. Þetta er talsverð hækkun og ég þarf að vera tengdur öðrum miðlum sama batterís til að fá þetta "góða" verð. Mér finnst að þarna sé verið að troða inn í þennan pakka allskonar aukaefni sem aðeins lítill hluti "nörda" hefur áhuga á. Ég hef gaman af því að setjast niður um helgar og horfa á mína menn í Arsenal spila og jafnvel aðra áhuagverða leiki, en ég hef engan áhuga á þessum aukaþáttum sem verið er að bjóða. Mér segir svo hugur að þeir hafi fengið slatta af prógrömmum í kaupbæti fyrir aðalpakkann, þ.e. hafi ekki þurft að borga fyrir aukaþættina sem þeir síðan selja okkur. Og dónsaskapurinn nær hámarki með því að maður þurfi að binda sig í 12 mánuði þegar enski boltinn er spilaður frá ágúst og fram í maí. Ef við hefðum ekki verið áskrifendur að Stöð 2 fyrir, efast ég stórlega um að hafa tekið enska boltann inn.

Annars erum við hjónin að fara til Danmerkur 5. ágúst n.k. Ætlum að heimsækja stóra bróður sem býr fyrir utan Köben, versla fatnað á fjölskylduna og drekka soldinn bjór. Mér finnst verslunarferðir alveg æðislegar í útlöndum. Mörg, mörg pit-stopp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Talandi um gúrku, þessar fréttir af hundskriflinu á Akureyri gera mig brjálaðann.

Það er óhollt að horfa á Arsenal

Rúnar Birgir Gíslason, 25.7.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband