Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Stórkostlegur sigur!
Það er ekkert flóknara en það að leikur íslenska landsliðsins í körfuknattleik í gærkvöldi er ein albesta frammistaða landsliðsins í háa herrans tíð og að sigra þetta gríðarsterka lið frá Georgíu er mikið afrek.
Lokamínútan sýnir enn einu sinni hvað margt getur gerst á stuttum tíma í körfubolta. 3 stig undir þegar 5 sekúndur eru eftir og vinna með einu, segir allt sem segja þarf.
Ég vil hrósa RUV fyrir að senda leikinn beint út á netinu. Körfuknattleikshreyfingin hér á Íslandi hefur verið í fararbroddi íþróttagreina við nýtingu netsins í sínu starfi. Á síðustu árum hafa félagslið tekið upp þann sið að senda heimaleiki sinna liða beint út á netinu og er það hreint frábær nýjung. Að RUV skuli síðað fylgaj í kjölfarið og senda leikinn út með þessum hætti er hrein snilld. Leikurinn var svo sýndur í heild sinni í lok sjónvarpsdagskrár í gær en þá voru morgunhanar eins og ég farnir að sofa.
Það sem mér fannst einkenna leik íslenska liðsins í gær var gríðarlega sterk liðsheild, agaður leikur og mikil barátta. Lítið var um léleg og ótímabær skot og varnarleikurinn hreint frábær gegn hinum frábæra Zaza Pachulia miðherja Altlanta Hawks í NBA-deildinni. Íslensku tröllin Friðrik Stefáns og Fannar Ólafs - sem braut reyndar tönn í leiknum, komu þessum ljómandi góða leikmanni hvað eftir annað í vandræði og hann skoraði aðeins úr 33% skota sinna í leiknum.
Hetjan sjálf Jakob Sigurðarson átti frábærar lokamínútur og þetta skot verður lengi í minnum haft og ekki síst gríðarleg barátta þeirra Fannars Ólafssonar og Loga Gunnarssonar í aðdraganda þess.
Frábært hjá landsliðinu og við skulum athuga það að í liðið vantaði tvo bestu leikmennina að mínu mati, þá Jón Arnar Stefánsson og Hlyn Bæringsson.
Til hamingju KKÍ! Bendi á skemmtilega umfjöllun á þeirra síðu hér hjá tölfræðtröllinu Óskari Ófeigi.
Til hamingju RÚV fyrir ykkar framlag! Netútsendingin var snilld.
Til hamingju körfuboltafólk á Íslandi!
Ævintýraleg sigurkarfa Jakobs tryggði Íslendingum sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta gefur lífinu gildi!
Ólafur Guðmundsson, 30.8.2007 kl. 09:34
Já, já ... lífinu gildi. En þú verður að vera duglegri að blogga! Ekki láta vinnuna trufla þig við bloggið.
Kristján Gísla (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.