Samspil banka og tryggingafélaga

Ég hætti mér nú varla inn á brautir viðskiptalífsins og hræringanna þar, en langar samt að koma inn á einn vinkil þar.

Ég er með mín bankaviðskipti í Glitni, sem staðsettur er á Ísafirði. Glitnir keypti einhverntímann stóran hlut í Sjóvá. Við viðskiptavinir fengum að vita af því og í þessu samspili var boðið upp á góð kjör á tryggingum væri fólk í viðskiptum við Glitni.

Við létum til leiðast og skiptum yfir í Sjóvá. Gylliboðin hurfu síðan árið eftir, því Glitnir seldi hlut sinn í Sjóvá og við erum aftur að skipta yfir í gamla góða VÍS, sem by the way, er með sterk tengsl við Kaupþing og þar sem konan er í viðskiptum þar, fáum við geggjuð tilboð á tryggingum fyrir vikið.

Nú berast af því fréttir að Glitnir hafi keypt umtalsverðan hlut í Tryggingamiðstöðinni. Nú bíð ég spenntur eftir því að sjá hvort að ég fái bréf eða hringingu frá sölumanni Tryggingamiðstöðvarinnar þar sem mér er boðið, af því að ég er viðskiptavinur Glitnis, að flytja mínar tryggingar yfir í Tryggingamiðstöðina á alveg geggjuðum kjörum. Það er bara mjög trúlegt að það gerist.

En staðan er þessi; Banki kaupir tryggingafélag, tryggingafélag býður viðskiptavini bankans tryggingar á geggjuðum kjörum, viðskiptavinur skiptir yfir, bankinn selur tryggingafélagið, tryggingarnar hækka aftur og viðskiptavinurinn fer aftur til gamla tryggingafélagsins!!

Þetta er náttúrlega algjört rugl. Eða erum við viðskiptavinirnir bara svona vitlausir að hlaupa á eftir þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við erum vitlaus að eltast við þessa banka.

Í Bretlandi myndi okkur bjóðast yfirdráttarheimild (með undirskrifuðu skuldabréfi) fyrir alls 10.75% eða 14.70% án skuldabréfs tryggingu. Sem betur fer er ég ekki með yfirdrátt.

Hins vegar bý ég í þokkalegu húsnæði og með vel ásættanlega bíla og greiði yfir 300 þús. á ári til Sjóvá. Reyndar hefur Sjóvá reynst mér afar vel þegar eitthvað hefur komið upp á, en mér finnst það mikið í samanburði við félaga mína erlendis.

Alltaf er ég tilbúin til að velja íslenska þjónustu fram yfir þá erlendu. Ég er þó farin að spyrja sjálfa mig í fullri alvöru hvort ég eigi að leita eftir ódýrari þjónustu hinum meginn við hafið. Ef okkur væri þá ekki ógnað með fjöldauppsögnum og atvinnuleysi, þá myndi ég gera það. Fyrst myndu bankar og tryggingafélög skera niður störf landsbyggðarinnar og svo almúgans áður en laun toppanna myndu lækka.

Ekki satt?

Viktoría Rán (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband