Með lögum skal land byggja!!

Það hefur verið alkunna meðal íbúa hér að ástandið á lögregluliðinu okkar er ekki upp á það besta. Það virðist sem það logi í innbyrðisdeilum, sagan segir að stirt sé á milli ráðamann lögregluliðsins.  Nú hafa loksins borist fréttir af þessu opinberlega og hefur Fréttablaðið verið að skoða þessi mál.

Eitt sem farið hefur fyrir brjóstið á íbúum hér er ýmiskonar einkarekstur lögreglumanna utan vinnutíma. Íbúar hér telja að það sé full vinna og hreinlega lífsstíll að vera lögreglumaður og það sé ekki rými fyrir einkarekstur meðfram því starfi.

Ég tók eftir mikilli breytingu á sýnileika lögreglu þegar ég flutti hingað á Krókinn aftur fyrir um ári síðan. Á Ísafirði er lögreglan mjög sýnileg, maður átti jafnvel von á því að mæta gangandi lögreglumönnum og umferðareftirlitið var miklu mun betra og meira en hér. Hér sér maður varla lögregluna heilu og hálfu dagana, sem er bagalegt, því það er margsannað að sýnileg löggæsla er það sem heldur umferðarhraða í skefjum.

Það er ekki fólki bjóðandi að svona ástand skuli vara hjá þeim flokki manna sem maður þarf að treysta á. Í dag vantar tvo lögreglumenn til starfa. Í Fréttablaðinu er vitnað í Björn Mikaelsson yfirlögregluþjón:

"...... segir að manneklan geri lögreglunni vissulega erfiðara fyrir en það bitni þó ekki á öryggi borgaranna. Venjulega eiga tveir lögreglumenn að standa vaktina en við þessar aðstæður kemur oft fyrir að einungis sé einn á vakt."

Hann segir að þetta bitni ekki á öryggi borgaranna, þó það komi fyrir að aðeins einn lögreglumaður standi vaktina, í staðinn fyrir tvo sem eiga að vera. Bíddu, bitnar það ekki á öryggi okkar?

Ríkislögreglustjóri virðist með veikum mætti vera að reyna að koma að þessu máli en sem íbúi í Skagafirði geri ég þá kröfu að skikki verði komið á lögregluliðið hér og við þurfum ekki að heyra þessar fréttir sí og æ að allt sé í vitleysu innan lögregluliðsins. Það er einhvern veginn ekki traustvekjandi og á þessum síðustu og verstu tímum þurfum við virkilega á samheldnu, öguðu og vel skipulögðu lögregluliði að halda, það er er sannarlega lágmarkskrafa íbúanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband