Föstudagur, 15. febrúar 2008
Þjálfari refsar leikmönnum sem standa sig ekki - En af hverju gerir Haarde ekki neitt?
Hvað er þá Geir Haarde að pæla? Af hverju stígur hann ekki niður fæti og leysir þessi vandamál Sjálfstæðismanna í Reykjavík?
Þegar leikmaður stendur sig ekki, þegar hann svíkur liðið, refsar alvöru þjálfari honum. Hann bíður ekki eftir því að viðkomandi leikmaður ákveði sjálfur hvort hann fari úr liðinu eða ekki.
Ég sem hélt að Reykjavík væri það mikilvægt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að yfirstjórn hans tæki að sér að gera þær ráðstafanir sem þarf til að hann missi ekki trú fólks og stuðningsmanna sinna, eins og nú er akkúrat er að gerast.
En það er ekki þar með sagt að vandamálin séu búin þá. Ef borgarstjórnarfulltrúarnir eiga að kjósa um hver verði næsti oddviti og þar með borgarstjóri eftir ár, er ég hræddur um að hnífasettin úr Framsókn verði nú flutt yfir í þann hóp með kærri þökk fyrir lánið. Er ekki eðlilegt að næsti maður á lista taki við oddvitahlutverkinu? Þetta er alltaf svo mikið vandamál í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hver eigi að vera oddviti í borgarstjórnarflokknum.
Alvöru forystumaður í stjórnmálaflokki afgreiðir heimatilbúin vandamál sem þetta í einu vetfangi og vílar ekki fyrir sér að fórna peði af skákborðinu til að flokkurinn haldi trúverðugleika sínum og trausti, að ekki sé nú talað um fylgistapið sem þessu fylgir.
Ég er bara steinhissa.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.