Snilldar Skólahreysti

Ég gaut augunum aðeins á úrslitin í Skólahreysti í gærkvöldi. Snilldar umgjörð og snilldarverkefni hjá (H)Andrési Guðmundssyni og félögum.

Börnin á heimilinu hafa verið límd yfir þessu á skjánum í vetur og hafa sjálf lýst yfir áhuga sínum og löngun að fá að keppa í þessu einn góðan veðurdag. Þar með er búið að vekja áhuga þeirra á því að hugsa vel um líkamann og halda honum í góðu ástandi. Þarna eru jákvæðar og góðar fyrirmyndir, hressir og hraustlegir krakkar og þú þarft ekki að hafa neina sérstaka kunnáttu í hefðbundnum íþróttum til að geta verið með í þessu.

Íþróttakennarar skólanna hafa tekið þessari nýbreytni vel og nú fara fram forkeppnir og skipulagðar æfingar í skólunum fyrir þessa keppni.

Mér finnst þetta frábært í alla staði og Andrés og félagar eiga heiður skilinn fyrir að koma þessari keppni á. Ég býst við að þetta vaxi og dafni í framtíðinni, nú þegar er komin fatalína með Skólahreystisfötum í Hagkaup þannig að markaðsöflin eru komin af stað. Sem er í góðu lagi þar sem þetta vísar í jákvætt og gott verkefni, ekki ósvipað og Latibær.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband