Mánudagur, 19. maí 2008
Mikið andskoti er ég stoltur af honum frænda mínum!!
Stefán Friðrik bróðursonur minn sem stundað hefur nám í Kvikmyndaskóla Íslands, sýndi lokaverkefni sitt ásamt samnemendum sínum á útskriftarhátíð skólans á laugardaginn. Ekki nóg með að hann útskrifaðist drengurinn, heldur sigraði myndin hans í samkeppni útskriftarnema!!
Myndin heitir Yfirborð og fjallar um óvænta atburði á ferðalagi manns í leigubíl áleiðis til Ísafjarðar. Stefán hlaut í verðlaun Bjarkann - þó ekki Bjarka frænda, heldur grip sem veittur er árlega af þessu tilefni.
Engir aukvisar voru í dómnefndinni, Silja Hauksdóttir leikstjóri, Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum og Þorsteinn Bjarnason sat sem fulltrúi útskrifaðra nemenda.
Og umsögn dómnefndarinnar ekkert slor heldur: ,,Einföld og góð hugmynd sem kemst fyllilega til skila. Myndleg frásögn, útlit og myndvinnsla í stíl við viðfangsefnið. Hlutverkaskipan og frammistaða leikara ber leikstjóra gott vitni.
Maður er bara rífandi stoltur af frænda sem ég er viss um að eigi bjarta framtíð í þessu fagi!
Til hamingju Fáni frændi!!
Þessa ágætu mynd tók Davíð Orri. Smellið á hana og hún stækkar.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta gamli minn, og takk fyrir stuðninginn í gegnum tíðinna:)
Fáni Frændi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.