Miðvikudagur, 21. maí 2008
Það er enginn þreyttur í úrslitakeppni!
Mínir menn flottir í nótt. Ég var skíthræddur við þennan leik, því Detroit eru sannarlega engir aukvisar í faginu og höfðu vikuhvíld á bakinu. Hins vegar þegar komið er í úrslitakeppni er enginn þreyttur.
Þetta er það sem þetta gengur út á, að spila og spila og aftur spila. Hugarfar leikmanna sem staddir eru á vegferð til árangurs og meistaratignar, er þess eðlis að menn finna ekki fyrir þreytu. Það kemur enginn leiði í mannskapinn þegar lið eru að berjast um stærsta titil í körfubolta félagsliða í heiminum.
Ég var að reikna það út að segjum að Boston fari alla lið í úrslitaviðureignina og spili 7 leiki í öllum umferðum úrslitakeppninnar, erum við að tala um 110 leiki, 82 á keppnistímabilinu og 4x7 leiki í úrslitakeppninni. Það er svakalegt álag á tímabili sem stendur yfir frá nóvemberbyrjun og þangað til í júní. 13 leikir að meðaltali í mánuði! Svakalegt álag.
En þetta eru atvinnumenn og það er svo miklu skemmtilegra að spila heldur en að æfa.
Eftir þennan fyrsta leik hef ég trú á mínum mönnum.
Engin þreytumerki á Boston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.