Það er enginn þreyttur í úrslitakeppni!

Mínir menn flottir í nótt. Ég var skíthræddur við þennan leik, því Detroit eru sannarlega engir aukvisar í faginu og höfðu vikuhvíld á bakinu. Hins vegar þegar komið er í úrslitakeppni er enginn þreyttur.

Þetta er það sem þetta gengur út á, að spila og spila og aftur spila. Hugarfar leikmanna sem staddir eru á vegferð til árangurs og meistaratignar, er þess eðlis að menn finna ekki fyrir þreytu. Það kemur enginn leiði í mannskapinn þegar lið eru að berjast um stærsta titil í körfubolta félagsliða í heiminum.

Ég var að reikna það út að segjum að Boston fari alla lið í úrslitaviðureignina og spili 7 leiki í öllum umferðum úrslitakeppninnar, erum við að tala um 110 leiki, 82 á keppnistímabilinu og 4x7 leiki í úrslitakeppninni. Það er svakalegt álag á tímabili sem stendur yfir frá nóvemberbyrjun og þangað til í júní. 13 leikir að meðaltali í mánuði! Svakalegt álag.

En þetta eru atvinnumenn og það er svo miklu skemmtilegra að spila heldur en að æfa.

Eftir þennan fyrsta leik hef ég trú á mínum mönnum.


mbl.is Engin þreytumerki á Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband