Er þetta næsti stjóri Arsenal?

Það væri nú ekki dónalegt að fá gömlu goðsögnina á Emirates (Ég sagði næstum við Highbury!), til að taka við stjórnartaumunum af Wenger þegar hann segir þetta gott.

Ég hef að vísu vissar efasemdir um að fótboltinn yrði jafn fagur undir stjórn Adams, en trúlega yrði enginn afgangur af því að menn leggðu sig fram og það er kannski það sem skiptir mestu máli.

En ég gleðst yfir því að þessi foringi Arsenal til margra ára skuli nú sestur í stjórastól og hver veit nema að leið hans eigi eftir að liggja aftur til baka, ef hann stendur sig strákurinn!

En eins og segir hér fyrir ofan: Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Tony Adams: Minn tími er kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Já kallinn orðinn stjóri...held það yrði aftur til 1-0 bolti hjá Arsenal eins og hjá Georgi gráa forðum. Hann hlýtur engu að síður að hafa ambitionir fyrir því að stýra Arsenal..Eigum við ekki bara að vona að Wenger verði sem lengst...en djöfull er Tony myndarlegur gaur ég var alveg búinn að gleyma því hann féll náttúrulega í skuggann af Redknap sem er undurfagur maður....

ÖSSI, 28.10.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband