Föstudagur, 13. júní 2008
106 leikir á 7 og hálfum mánuði!!
Já það fór eins og ég spáði að Celtics tækju einn leik í LA. Ég er hins vegar ekki viss um að þeir klári seríuna þar, enda miklu skemmtilegra að vinna titilinn á heimavelli. Hins vegar þegar staðan er orðin þessi gæti það orðið hættulegt að tapa fimmta leiknum og fara með stöðuna 3-2 aftur heim til Boston. Menn eru því ekkert að leika sér að þessu.
Ég spáði þessu einvígi 4-2, hvort það var af tillitssemi við Lakers aðdáendur þori ég ekki að fullyrða, en ég held mig við þá spá.
Þetta tímabil er draumur í dós fyrir okkur Boston aðdáendur. Ég átti satt best að segja ekki von á því að það tækist að slípa liðið saman á þessu tímabili en Doc Rivers hefur sýnt snilli sína sem þjálfari, það er ekki spurning. Það eru að mínu mati þrjú atriði sem skipta gríðarlegu máli í árangri vetrarins:
- Stjörnurnar þrjár sem leika með Boston eru með höfuðið rétt skrúfað á hausinn. Þeir gera sér grein fyrir því að ef þeir ætla að ná árangri, verða þeir að vinna saman og í þeirra huga skiptir ekki máli hver þeirra skorar mest, aðeins sú staðreynd að liðið vinni.
- Það liggur ekki fyrir öllum þjálfurum að stjórna liði með þremur ofurstjörnum. Flestir eiga í hinu mesta basli með að stjórna liði með tveimur ofurstjörnum. Við munum nú bara að þegar Antoine Walker og Paul Pierce voru helstu vonarstjörnur Celtics, voru leikirnir oft eins og skotkeppni á milli þeirra. Vandi þjálfara í þessari stöðu er að búa öllum hlutverk sem þeir sætta sig við og er í leiðinni árangursvænt fyrir liðið. Þeir Pierce, Garnett og Allen hafa sýnt frábæra samvinnu og meðtekið sín hlutverk af heilindum. Ég held því reyndar fram að síðan þríeykið ógurlega; Bird, McHale og Parish voru á gólfinu í gamla Boston garðinum, sé saga þeirra svo sterk í herbúðum liðsins að nútíma stórstjörnur eins og þríeykið í dag, geta ekki annað og vilja ekki annað en starfa í þeim anda sem þeir gömlu skópu. Doc Rivers hefur búið til umhverfi þar sem allar þessar stjörnur geta fundið eitthvað við sitt hæfi og fyrir það fær hann stórt og mikið hrós.
- Í þriðja lagi vil ég nefna framlag varamannabekksins. Mér er það til efs að Boston hafi haft eins sterkan bekk og þeir hafa nú. Posey, House, Powe, Glen Davis, Tony Allen og nú síðar gömlu kempurnar PJ Brown - sem reyndist ansi stórt tromp og Sam Cassell, hafa stutt þríeykið með frábæru framlagi af bekknum og tryggt að þó þeir hvíli lúin bein, heldur liðið sjó og það er ákaflega dýrmætt.
Ég gæti bent á hlut Rajon Rondo sem ekkert allt of margir vissu hver var fyrir tímabilið, en hann hefur sannarlega komið sterkur inn í leikstjórnandastöðuna og jafnvel tekið yfir leiki þegar svo ber undir og hann er sannarlega maður framtíðarinnar.
Mig langar að benda á það í lokin að Boston hefur þegar spilað 106 leiki síðan deildin hófst 2. nóvember eða á 7 og hálfum mánuði, ca 225 dögum, sem þýðir 14 leikir að meðaltali í mánuði eða lækur nær annan hvern dag. Það er rosalegt álag.
4-2 og ég mæti í vinnuna í Bird-treyjunni minni!!
![]() |
Frækinn sigur Boston í Staples Center |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Hegðun knattspyrnuþjálfara veldur áhyggjum
Ég heyri marga tala um það þessa dagana hvað sé að gerast meðal knattspyrnuþjálfara. Flestir muna eftir upphlaupinu í kring um Guðjón Þórðarson um daginn sem varð til þess að hann var dæmdur í leikbann og svo í gær var Leifur Garðarson rekinn af varamannabekk Fylkis.
Báðir þjálfararnir eru mjög óánægðir með dómgæsluna í deildinni og finnst á sér brotið hvað eftir annað og sínu liði.
Er það tilfellið að þessir tveir þjálfarar séu í sérstakri meðferð? Eða missa menn sig þegar illa gengur? Þeir hafa alla vega ekki vílað fyrir sér að gagnrýna KSÍ batteríið.
Menn eiga miserfitt með að hafa stjórn á skapi sínu, það er svo sem vitað. En á þessi gagnrýni þeirra við rök að styðjast?
En þegar menn falsa leikskýrslur er það einlægur brotavilji viðkomandi þjálfara og fyrir það ber að refsa grimmilega. Þetta gerðist hjá 2. flokki kvennaliðs ÍA, þegar ólöglegur leikmaður látinn spila, en að mér skilst undir öðru nafni. Ótrúlegt að menn skuli falla í þann fúla pytt að falsa skýrslu árið 2008. En ég er á báðum áttum um refsingu leikmannsins. Hún ætti vissulega að hafa gert sér grein fyrir því að þetta var ólöglegt, en engu að síður gera allir góðir leikmenn það sem þjálfarinn segir þeim að gera. Og hafi þjálfarinn beitt hana þrýstingi er staða hennar erfið.
Það er svo sem sama í hvaða íþróttagrein það er, að það er alltaf leiðinlegt þegar dómgæslan verður aðalatriðið en ekki leikurinn sjálfur. Ég þekki það á mínum þjálfaraferli að þegar liðinu sem maður þjálfar gengur illa, er oft auðveldara að kenna einhverjum öðrum um í stað þess að líta í eigin barm.
En alla vega, þetta er ekki skemmtilegt fyrir íþróttina.
![]() |
Leifur ósáttur við rauða spjaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júní 2008
Mikilvægur sigur í fyrsta leik!
Ég skal fúslega viðurkenna það að ég vakti ekki í nótt til að sjá leikinn. Er ennþá að jafna mig á svefnleysi aðfaranótt miðvikudagsins þegar við keyrðum heim frá Keflavík eftir Tenerifedvölina.
En við aflestur frétta um leikinn rifjaðist upp fyrir mér svipað atvik og Paul Pierce lenti í í nótt. Larry Bird var kominn á seinni hluta ferils síns þegar þeir spiluðu í úrslitakeppninni á móti Indiana. Gamli rotaðist í leiknum við að skutla sér á eftir lausum bolta. Hann var studdur í búningsklefann og nokkrum mínútum síðar kom karlinn inn í Boston garðinn á nýjan leik og þakið ætlaði að rifna af gamla kofanum.
Það er skemmst frá því að segja að hann átti stórleik eftir þetta og vann leikinn fyrir þá grænu. Sjá nánar með því að smella HÉR, þetta er topp 10 play-off frammistaða hjá Bird. Þetta atvik er nr. 6.
Sýnist svipað hafa verið uppi á teningnum í nótt.
Vörnin vinnur titla er sagt, Celtics tapa kannski tveimur leikjum og klára þetta 4-2.
![]() |
Meiðsli Pierce hvetja Boston til sigurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Menn smala ekki bjarndýrum eins og rollum!
"telja að ákvörðunin um að fella dýrið hafi ekki verið sérlega vel ígrunduð"
Vel ígrunduð? Hvað er málið?
Þetta var ekki rolla uppi í fjalli sem þú smalar vinstri hægri í hólf þar sem hægt er að "geyma" það þangað til byssa og deyfilyf koma á staðinn daginn eftir.
Þoka fyrir ofan, dýrið um 5 km frá næsta bæ og hefði auðveldlega getað horfið upp í þokuna og hvar hefði það borið niður fæti næst? Við bæinn? Minni á að það eru aðeins 15 km hingað á Krókinn frá staðnum sem dýrið var vegið og ég sem íbúi hér og faðir nokkurra barna, hefði ekki verið ánægður ef menn ætluðu að "geyma" kvikindið þarna í hlíðinni á svæðinu þangað til réttu græjurnar hefðu borist.
Þetta eru rándýr gott fólk, þau drepa aðrar lifandi skepnur sér til matar.
![]() |
Harma ísbjarnardrápið" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Það er enginn þreyttur í úrslitakeppni!
Mínir menn flottir í nótt. Ég var skíthræddur við þennan leik, því Detroit eru sannarlega engir aukvisar í faginu og höfðu vikuhvíld á bakinu. Hins vegar þegar komið er í úrslitakeppni er enginn þreyttur.
Þetta er það sem þetta gengur út á, að spila og spila og aftur spila. Hugarfar leikmanna sem staddir eru á vegferð til árangurs og meistaratignar, er þess eðlis að menn finna ekki fyrir þreytu. Það kemur enginn leiði í mannskapinn þegar lið eru að berjast um stærsta titil í körfubolta félagsliða í heiminum.
Ég var að reikna það út að segjum að Boston fari alla lið í úrslitaviðureignina og spili 7 leiki í öllum umferðum úrslitakeppninnar, erum við að tala um 110 leiki, 82 á keppnistímabilinu og 4x7 leiki í úrslitakeppninni. Það er svakalegt álag á tímabili sem stendur yfir frá nóvemberbyrjun og þangað til í júní. 13 leikir að meðaltali í mánuði! Svakalegt álag.
En þetta eru atvinnumenn og það er svo miklu skemmtilegra að spila heldur en að æfa.
Eftir þennan fyrsta leik hef ég trú á mínum mönnum.
![]() |
Engin þreytumerki á Boston |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. maí 2008
Mikið andskoti er ég stoltur af honum frænda mínum!!
Stefán Friðrik bróðursonur minn sem stundað hefur nám í Kvikmyndaskóla Íslands, sýndi lokaverkefni sitt ásamt samnemendum sínum á útskriftarhátíð skólans á laugardaginn. Ekki nóg með að hann útskrifaðist drengurinn, heldur sigraði myndin hans í samkeppni útskriftarnema!!
Myndin heitir Yfirborð og fjallar um óvænta atburði á ferðalagi manns í leigubíl áleiðis til Ísafjarðar. Stefán hlaut í verðlaun Bjarkann - þó ekki Bjarka frænda, heldur grip sem veittur er árlega af þessu tilefni.
Engir aukvisar voru í dómnefndinni, Silja Hauksdóttir leikstjóri, Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum og Þorsteinn Bjarnason sat sem fulltrúi útskrifaðra nemenda.
Og umsögn dómnefndarinnar ekkert slor heldur: ,,Einföld og góð hugmynd sem kemst fyllilega til skila. Myndleg frásögn, útlit og myndvinnsla í stíl við viðfangsefnið. Hlutverkaskipan og frammistaða leikara ber leikstjóra gott vitni.
Maður er bara rífandi stoltur af frænda sem ég er viss um að eigi bjarta framtíð í þessu fagi!
Til hamingju Fáni frændi!!
Þessa ágætu mynd tók Davíð Orri. Smellið á hana og hún stækkar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 16. maí 2008
Hvað með einhleypa karla?
![]() |
Frumvarp um einhleypar mæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Karfan.is - til eftirbreytni
Þeir félagar sem standa að vefsíðunni karfan.is, fengu heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta á lokahófi KKÍ um síðustu helgi. Eru þeir vel að þessum heiðri komnir en heiðurinn er sannarlega okkar körfuboltaáhugamanna að þeir skuli leggja frítíma sinn og sjálfboðavinnu í að mata okkur á fréttum og viðtölum úr körfuboltaheiminum.
Vefsíðan hefur vakið athygli langt út fyrir raðir körfuknattleikshreyfingarinnar og er hún gott dæmi um það hvað hægt er að gera ef menn eru ósáttir við litla umfjöllun sinnar íþróttar. Blaðamenn af öðrum miðlum hafa einnig nýtt sér þjónustu körfunnar.is enda er uppfærsluhraði og áreiðanleiki upplýsinga sem þar má finna, mjög mikill.
Körfuknattleikshreyfingin hefur ávallt verið í fararbroddi við nýtingu kosta internetsins til að flytja fréttir og tölfræðiupplýsingar til síns fylgisfólks og vefsíðan karfan.is er enn eitt skrefið sem stigið er í þessu sambandi.
Beinar vefútsendingar hafa verið í gangi hjá nokkrum félögum undanfarin ár, með Breiðablik og Eggert Baldvinsson þar fremsta í flokki, en fleiri félög eins og KFÍ og KR, hafa fylgt á eftir og með bættum háhraðatengingum á þessi þjónusta bara eftir að eflast og vaxa. Draumurinn er sá að geta sest fyrir framan tölvuna þegar spilað er í úrvalsdeildunum, farið á eina yfirlitssíðu og valið sér leiki þar til að fylgjast með live.
Síðasta útspilið eru síðan beinar tölfræðiútsendingar sem reyndar voru í úrslitakeppninni og nutu gríðarlega vinsælda. Sú framsetning á upplýsingum byggist enn og aftur á sjálfboðaliðastarfi og grasrót hreyfingarinnar.
Að horfa á leikinn live í einum glugga á vafranum og verið með tölfræðina uppfærða í rauntíma í öðrum glugga er auðvitað draumastaðan.
Körfuknattleikshreyfingin er ekki rík að fjármunum, en hún er rík af fólki sem vill íþróttinni vel, rík af eldheitum áhugamönnum sem eru tilbúnir að leggja frítíma sinn í að auka vegsemd íþróttarinnar og það er það sem við lifum á.
Heiðursviðurkenning körfunnar.is, er okkur öllum hvatning sem störfum í þágu körfuboltans og megi síðan vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Ég óska stjórnendum hennar innilega til hamingju með viðurkenninguna sem þeir eru sannarlega vel að komnir.
myndina tók Snorri Örn Arnaldsson. Smellið á hana til að sjá hana stærri.
Íþróttir | Breytt 14.5.2008 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Frábært hjá Ólafi en..............
af hverju er hann allt, allt annar leikmaður með landsliðinu en með félagsliðinu sínu?
![]() |
Ólafur fagnaði Evrópumeistaratitlinum með stórleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Enn einni kaflinn í farsa borgarstjóra - slök PR-mennska
Ef ég persónulega hefði vitað af því að það væri búið að ræða við nokkra aðila um þetta fræga starf, hefði ég litið öðruvísi á málin. Af hverju var ekki skýrt frá þessu um leið og tilkynnt var um ráðningu Jakobs? Af hverju voru menn ekki búnir að ganga frá því að hann hætti í þessum nefndum?
Ég held að PR-fólk borgarstjórans sé eitt það slakasta í brannsanum - ef það er á annað borð til.
![]() |
Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar